
KSÍ

Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu
Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri.

Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu
„Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll.

Slagsmálin send til aganefndar
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Stjörnunnar, og Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, geta átt von á leikbanni vegna högga sem þeir skiptust á í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta í gær.

U21 árs landsliðið í beinni á Stöð 2 Sport
Strákarnir okkar í U21 árs landsliðinu eiga mikilvæga leiki fram undan og þeir verða í beinni á Stöð 2 Sport.

Svona var blaðamannafundurinn í Laugardalnum
Vísir var með beina útsendingu frá áhugaverðum blaðamannafundi á Laugardalsvelli.

„Krakkar“ með blys, dós kastað að dómara og grannar sakaðir um íkveikju
ÍBV, ÍR, Þór Akureyri, KFA og Vængir Júpiters hafa öll verið sektuð af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í sumar vegna hegðunar áhorfenda. Brotin eru misalvarleg en hæsta sektin nam 100.000 krónum.

Afturelding sektað vegna ummæla: „Ertu fokking þroskaheftur?“
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur sektað Aftureldingu um 25 þúsund krónur vegna framkomu stjórnarmanns félagsins í garð dómara leiks liðsins við Gróttu í Lengjudeild kvenna.

Gylfi snýr aftur í landsliðið
KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið.

Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað
Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks.

„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“
„Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld.

Áfrýjunardómstóll KSÍ hafnar kröfu KR | Leikið í Kórnum í kvöld
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins þess efnis að KR fái ekki dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla. Liðin mætast í kvöld.

Tíminn naumur hjá KSÍ
KSÍ hefur borist áfrýjun frá KR vegna niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar sem greint var frá í gær. KR krefst 3-0 sigurs á HK þar sem Kópvogsfélaginu tókst ekki að hafa Kórinn leikhæfan þegar félögin mættust á dögunum.

Uppsöfnuð spjöld gætu haft áhrif: Tólf í banni
Leikmenn Bestu deildar karla í knattspyrnu eru heldur betur farnir að safna upp spjöldum og alls verða tólf leikmenn í leikbanni í næsta leik síns liðs. Þetta kemur fram í reglubundnum úrskurði aga- og úrskurðarnefndar Knattspyrnusambands Íslands.

KR áfrýjar niðurstöðu KSÍ
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti í samtali við Vísi og Stöð 2 rétt í þessu að félagið ætlaði að áfrýja niðurstöðu Knattspyrnusambands Íslands í máli félagsins er kemur að leiknum sem átti að fara fram í Kórnum á dögunum.

KSÍ hafnar kröfu KR
Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur hafnað kröfu KR um sigur á HK í leik liðanna sem átti að fara fram í Bestu deild karla í knattspyrnu á dögunum.

Kæra KR tekin fyrir á morgun
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ mun taka fyrir kæru KR vegna fyrirhugaðs leiks liðsins við HK í Bestu deild karla fyrir á morgun. Leikurinn á að fara fram á fimmtudagskvöld.

Ísland aldrei ofar á heimslistanum
Kvennalandslið Íslands í fótbolta hefur náð nýjum hæðum á heimslista FIFA sem gefinn var út í morgun.

KR kærir og segir KSÍ mismuna félögum
Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið.

Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá
Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum.

Fordæmalaust mál á borði KSÍ
Fordæmalaus staða er uppi vegna aflýsingar á leik HK og KR í Bestu deild karla í fótbolta í fyrrakvöld. Mótastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið í ferli.

Tanja tekur við af Eysteini Pétri
Breiðablik hefur ráðið Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins.

„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg.

Ólafur Ingi þjálfar 21 árs landsliðið og Þórhallur tekur við af honum
Knattspyrnusamband Íslands hefur fundið nýja þjálfara fyrir tvö yngri landsliðs karla í knattspyrnu. Þetta eru 19 ára landsliðið og 21 árs landsliðið.

ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“
Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga.

Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“
Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála.

Vestri stendur við fyrri yfirlýsingu
Knattspyrnudeild Vestra stendur við fyrri yfirlýsingu sína, það er að leikmaður liðsins hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníði í leik Vestra og Fylkis þann 18. júní. KSÍ staðfesti í gær, mánudag, að sambandið myndi ekki aðhafast frekar í málinu.

KSÍ mun ekki aðhafast frekar vegna kvörtunar Vestra
Knattspyrnusamband Íslands mun ekki aðhafast frekar í kvörtunar Vestra vegna atviks sem átti að hafa átt sér stað í leik liðsins gegn Fylki í Bestu deild karla nýverið.

Fylkir hafnar ásökunum Vestra um kynþáttaníð
Eftir leik Fylkis og Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, að leikmaður sinn hefði orðið fyrir kynþáttaníði.

Dreymir um að dæma Evrópu- eða landsleiki
Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri.

KR og FH án lykilmanna í næstu umferð
Ef til vill finnur Gregg Ryder lausn á varnarvandræðum KR-liðsins í næstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Miðvarðarpar liðsins, Finnur Tómas Pálmason og Axel Óskar Andrésson, verður í leikbanni þegar KR-ingar sækja ÍA heim þann 18. júní næstkomandi.