KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2025 11:33 HSÍ hefur þegar þurft að standa straum af umtalsverðum kostnaði árið 2025 því strákarnir okkar voru að vanda á ferðinni í janúar og höfnuðu í 9. sæti á HM. VÍSIR/VILHELM Eftir sjö ár án þess að fá krónu úr Afrekssjóði ÍSÍ hefur Knattspyrnusamband Íslands nú á ný fengið úthlutun úr sjóðnum. Handknattleikssamband Íslands hefur þó fengið langhæstu upphæðina hingað til eða fimmtíu milljónum meira en næsta sérsamband. Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir. KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Sjá meira
Í lok síðasta árs var 519,4 milljónum úthlutað til sérsambandanna en tekið fram að bætast myndi við þá upphæð, vegna ákvörðunar stjórnvalda um að auka verulega við fjármagn sjóðsins, eða um 637 milljónir. Sú ákvörðun var tekin vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksstarfs hér á landi, sem verið er að útfæra, en það byggir á tillögum starfshóps mennta- og barnamálaráðuneytis sem leiddur var af Vésteini Hafsteinssyni, afreksstjóra ÍSÍ. Um 300 milljónum króna hefur nú verið úthlutað til viðbótar, eða samtals 819,4 milljónum vegna ársins 2025. HSÍ fær 127 milljónir HSÍ, sem átt hefur A-landslið og yngri landslið í lokakeppnum stórmóta í handbolta ár eftir ár, fékk hæsta styrkinn bæði í lok síðasta árs og svo aftur núna, eða samtals tæpar 127 milljónir króna. KKÍ fékk næsthæsta styrkinn nú eða tæplega 31 milljón króna og hefur því samtals fengið tæpar 70 milljónir króna, í 3. sæti yfir hæstu styrkina. Fimleikasambandið er í 2. sæti en það fékk rúmar 28 milljónir í úthlutuninni núna og samtals tæpar 75 milljónir. KSÍ fær 24,6 milljónir Knattspyrnusamband Íslands hefur lengi beðið eftir því að fá að nýju styrki úr Afrekssjóði en ekki fengið fyrr en nú, þrátt fyrir að vera fremst í flokki afrekssérsambanda Íslands á mörgum sviðum, eins og það er orðað á vef ÍSÍ. KSÍ réði meðal annars lögmann í það verkefni að kanna rétt sambandsins í þessu máli. Stjórn Afrekssjóðs og framkvæmdastjórn ÍSÍ hafa vísað til þess úr hve mikið meiri fjármunum KSÍ hefur að spila í samanburði við önnur sérsamönd á Íslandi, burtséð frá samanburði við knattspyrnusambönd annarra landa, og nýtt sér heimild í reglugerð Afrekssjóðs til þess að veita KSÍ ekki styrk. Nú hefur hins vegar orðið breyting og fær KSÍ 24,6 milljónir í nýju úthlutuninni og er þar í 4. sæti, þrátt fyrir að styrkurinn sé þó meira en helmingi lægri en til HSÍ sem fær mest núna. KSÍ fékk síðast styrk úr Afrekssjóði vegna ársins 2017 en þó aðeins 8,4 milljónir króna sem á núvirði jafngildir 12,2 milljónum. HSÍ fékk einnig mest það ár eða 41,5 milljónir.
KSÍ HSÍ ÍSÍ Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Í beinni: Ísland - Georgía | Ætla að enda með fullt hús stiga Handbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Arsenal | Skytturnar sækja meistarana heim Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Í beinni: Barcelona - Real Madrid | Allt undir í El Clásico Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Sjá meira