Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hareide: Albert verður í hópnum

Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé góður leikmaður og hann verði í næsta landsliðshópi Íslands. Albert var úti í kuldanum hjá forvera hans í starfi, Arnari Þór Viðarssyni.

Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim

Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga.

Eiður Smári opnar sig um veðmálafíkn | Tapaði rúmum milljarði

Fyrrum landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen fagnar nýrri reglubreytingu hjá ensku úrvalsdeildinni sem bannar veðmálafyrirtækjum að auglýsa framan á treyjum liða í deildinni. Hann tapaði sjálfur rúmum milljarði í veðmálum þegar hann var á toppi ferilsins.

Blikar hnýta í ÍTF

Stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks kallar eftir betri vinnubrögðum hjá hagsmunasamtökunum Íslenskum Toppfótbolta, í ljósi meintrar mismununar gegn kvennafótbolta síðustu vikur.

„Besti leikur okkar á tímabilinu“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir lið hans hafa spilað besta leik sinn á leiktíðinni er það vann Leeds United með sannfærandi hætti, 6-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld.

„Fólk gerir mis­tök en mis­tök trekk í trekk eru ekki boð­leg“

„Það er náttúrulega bara trekk í trekk vonbrigði með ÍTF. Við vildum taka höndum saman og lýsa yfir óánægju okkar með þessi vinnubrögð,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Vals, um ákvörðun fyrirliða liða í Bestu deild kvenna að mæta ekki á fund ÍTF þar sem taka átti upp kynningarefni fyrir deildina. Elísa hefði ekki komist þá þar sem hún verður að keppa í Meistarakeppni KSÍ á sama tíma.

Sjá meira