Kórsmálinu ekki lokið: HK gæti enn verið refsað Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2024 12:17 Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir aga- og úrskurðanefnd KSÍ enn eiga eftir að ræða skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem fór ekki fram. Vísir/Samsett Máli HK vegna frestaðs leiks við KR í Bestu deild karla er ekki lokið þrátt fyrir að leikurinn hafi farið fram í gærkvöld. Líklegt þykir að HK-ingar verði sektaðir vegna mistaka við framkvæmd leiks. HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur. HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna Sjá meira
HK vann frækinn 3-2 sigur á KR í Kórnum í gær eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Leikur liðanna átti upprunalega að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn en var frestað þar sem annað markanna var brotið og ekki hægt að spila leikinn. Úr varð mikið mál. KR kærði Kópavogsliðið og krafðist 3-0 sigurs en því var hafnað bæði af aga- og úrskurðarnefnd sem og áfrýjunardómstóli KSÍ. Nefndin tók kæru KR fyrir en á þó eftir að taka fyrir skýrslu eftirlitsmanns frá leiknum sem ekki fór fram. „Það sem aga- og úrskurðarnefndin, og síðan áfrýjunardómstóllinn í gær, tók fyrir er þetta kærumál frá KR. En eins og vaninn er þá berast allar skýrslur eftirlitsmanna og dómara sjálfkrafa til nefndarinnar og fá sérstaka og sjálfstæða umfjöllun þar,“ segir Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ í samtali við íþróttadeild. „Þær skýrslur hafa fengið umfjöllun hjá aga- og úrskurðarnefnd og kallað eftir sérstökum viðbrögðum frá HK vegna framkvæmdar á leik og á alveg eftir að komast að niðurstöðu og úrskurða í því máli sérstaklega. Eins og gefið var til kynna í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar er það alveg aðskilið mál,“ segir Haukur enn fremur. Sektum iðulega beitt Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ.Mynd/KSÍ Skýrt kom fram í úrskurði aga- og úrskurðanefndar, sem og áfrýjunardómstólsins, að ekki væri viðurlagaheimild fyrir því að dæma KR 3-0 sigur. Þar kom einnig skýrt fram að verulegir vankantar hefðu verið á framkvæmd leiksins hjá HK. Því má eiga von á því að HK verði refsað, líkast til með sektum, þegar aga- og úrskurðarnefnd tekur málið fyrir á reglubundnum fundi sínum á þriðjudaginn næsta. „Maður getur ekki sagt það með vissu en aga- og úrskurðarnefnd gefur því dálítið undir fótinn í sínum úrskurði (í kærumáli KR) að nefndinni finnist framkvæmdin hafa verið verulega ábótavant og útilokar ekki að einhverjum viðurlögum verði beitt vegna þess. Hún fellst bara ekki á að það verði 3-0 sigur andstæðingsins,“ „Það er ekki óalgengt að sektum sé beitt í málum sem þessum. Miðað við fordæmi um vankanta í framkvæmd leiks hefur aga- og úrskurðarnefnd oft beitt sektum vegna slíkra vankanta. Ekki nákvæmlega eins og þessara í leik HK og KR, en vegna annarskonar vankanta í framkvæmd leiks,“ segir Haukur.
HK KSÍ KR Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna Sjá meira