Jákvætt að aðstoðarþjálfarinn sé ekki á bekknum Valur Páll Eiríksson skrifar 19. ágúst 2024 14:15 Kjartan Henry, aðstoðarþjálfari FH, var varamaður á bekk FH í síðasta leik. Svo verður ekki í kvöld. Vísir/Arnar Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi leiks liðsins við Val í Bestu deild karla í kvöld. Hann fagnar því að vera ekki til taks sem leikmaður, líkt og í síðasta leik. FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin. FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira
FH hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir kvöldið en getur hins vegar jafnað Val að stigum í töflunni með sigri þegar liðin eigast við í Kaplakrika klukkan 18:00. FH er með 28 stig í fimmta sæti, jafnt ÍA sem er sæti ofar, þremur frá Val sem er í þriðja sæti með 31 stig. „Við erum að vissu leyti ekki búnir að spila allt of vel upp á síðkastið og tapa tveimur leikjum í röð. Það er ekki ásættanlegt fyrir félag eins og FH. Þannig að við erum búnir að vinna vel í okkar málum og aðeins náð að styrkja okkur frá því síðast,“ segir Kjartan Henry í samtali við íþróttadeild. Algjört neyðarkall Athygli vakti að Kjartan Henry var skráður sem leikmaður á varamannabekk FH í síðasta leik við uppeldisfélag hans, KR, í Vesturbænum. Hann segist blessunarlega ekki þurfa að vera til taks í kvöld. „Aðstoðarþjálfarinn þarf ekki að vera á bekk í kvöld allavega. Það er allavega jákvætt og ég vona að við mætum tilbúnir til leiks frá fyrstu mínútu,“ segir Kjartan Henry. Það er sem sagt jákvætt að þú sért ekki á bekknum? „Ég myndi segja það. Með tilliti til aðstæðna og aldurs. Það var algjört neyðarkall. Við erum búnir að bæta úr því og erum klárir í kvöld.“ Geta tekið stórt skref Hann segir FH-inga ekki hafa leikið vel í síðustu tveimur leikjum, sem töpuðust báðir. Fyrir Víkingi 2-3 og 0-1 fyrir KR. Menn hafi unnið vel í sínum málum fyrir kvöldið. „Það þarf mjög margt að breytast. Sérstaklega hugarfar og hungur. Við sáum í leiknum á móti KR að við byrjuðum vel og spiluðum ágætlega fyrstu 15 mínúturnar. Svo fjaraði það út, þá þurfa menn að stíga upp og rífa menn áfram, saman,“ „Ég held að við séum búnir að fara vel yfir það í vikunni og svo erum við að fá tækifæri til að rífa okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur. Eins og þú sagðir getum við jafnað Val í kvöld og ég held það sjái það allir sem líta á töfluna að þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið,“ segir Kjartan Henry. Er ekki meiri spenna og hvatning fyrir svo mikilvægan leik? „Það er alltaf leiðinlega klisjan með einn leik í einu. En það styttist í skiptinguna og við viljum vera nálægt liðunum fyrir ofan okkur þegar hún á sér stað. Ef við vinnum í kvöld tökum við stórt skref í þá átt,“ segir Kjartan Henry. Leikur FH og Vals er klukkan 18:00 í beinni á Stöð 2 Sport 5. Hin fjögur liðin í efri hluta deildarinnar eru einnig í eldlínunni í kvöld. Leikur Víkings við ÍA er klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport. Breiðablik og Fram mætast einnig klukkan 19:15, sá leikur í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
FH Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Valur Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Sjá meira