Áfrýjunardómstóll KSÍ hafnar kröfu KR | Leikið í Kórnum í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 09:47 HK ÍA. Besta deild karla sumar 2024 fótbolti KSÍ. Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar sambandsins þess efnis að KR fái ekki dæmdan 3-0 sigur gegn HK í Bestu deild karla. Liðin mætast í kvöld. Dómstóllinn sammælist ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar sem hafnaði kröfu KR á þeim grundvelli að ekki væri viðurlagaheimild í lögum og reglum KSÍ sem segði til um að KR hlyti 3-0 sigur í leiknum. Ekki sé að finna „skýra og ótvíræða heimild“ til að dæma um úrslit leiks. Því er kröfu KR hafnað. HK og KR mætast klukkan 20:00 í Kórnum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Líkt og stjórn KSÍ gerði í síðustu viku og aga- og úrskurðarnefnd gerði í fyrradag vísar áfrýjunardómstóllinn til greinar 15.6 sem segir til um að leik skuli fundinn nýr leikdagur sé leik frestað áður en hann hefst vegna „óviðráðanlegra orsaka“. KR-ingar vildu meina að brotin markstöng væri á ábyrgð framkvæmdaraðila leiksins, HK, og flokkaðist ekki sem óviðráðanlegar orsakir. Sér í lagi þar sem framkvæmdastjóri HK sagði brotið í markinu hafa uppgötvast í hádegi á leikdag, líkt og fram kemur í kæru KR. Mistakaröð hafi leitt til þess að ekki var bætt úr því tímanlega en þar sem lög og reglur KSÍ snerta ekki beint á máli sem þessu og viðurlagaheimild ekki til staðar sammælast aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstóllinn um það að ekki sé hægt að fallast á kröfu KR. KR-ingar voru þá einnig ósáttir við skort á efnislegri meðferð á málinu hjá aga- og úrskurðarnefnd. Áfrýjunardómstóllinn fellst ekki á það. „Dómurinn hafnar varakröfu áfrýjanda um að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar verði felldur úr gildi og nefndinni verði gert að taka málið til efnislegrar meðferðar en áfrýjandi rökstyður þá kröfu sína ekki frekar í áfrýjun sinni. Að mati dómsins liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd tók málið til efnislegrar meðferðar eins og fyrirliggjandi úrskurður nefndarinnar í máli nr. 8/2024 ber skýrlega með sér,“ segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Dóminn má sjá í heild sinni hér. Hver er forsaga málsins? Upprunalega átti leikur KR og HK að fara fram fimmtudaginn 8. ágúst en hafði þá þegar verið frestað um einn dag vegna framkvæmda í Kórnum. Þar hafði verið skipt um gervigras í aðdraganda leiksins. Bæði lið voru mætt til leiks þegar upp kom að annað markið á vellinum var brotið. Leikmenn, stuðningsmenn og fleiri voru mættir í Kórinn en hætta þurfti við leikinn. Í kjölfarið sendu KR-ingar stjórn KSÍ erindi vegna ákvörðunar mótanefndar að setja leikinn á 22. ágúst. Athugasemdir þeirra virðast ekki hafa fengið hljómgrunn. Stjórn KSÍ vísaði málinu frá með vísun í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Að mati KR-inga á sú grein ekki við. Að HK, sem framkvæmdaraðili leik beri ábyrgð á því að mörkin séu í lagi. Í reglum KSÍ segir að varamörk eigi að vera til staðar, en svo var ekki í Kórnum. Í kæru sinni segja KR-ingar HK hafa vitað af því á hádegi á leikdag að markið væri brotið og því haft nægan tíma til að bregðast við. Framkvæmdastjóri HK sagði í samtali við Vísi að fjöldi mistaka hefði átt sér stað í aðdraganda leiks. Í yfirlýsingu KR er bent á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Þeir velta því upp hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver beri ábyrgð á því. Sú afstaða, að málið sé fordæmisgefandi, rímar við orð Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, sem segir mál sem þetta ekki hafa komið upp áður. Aga- og úrskurðarnefnd tók málið fyrir í gær og hafnaði kröfu KR. Í úrskurði nefndarinnar segir að skýr viðurlagaheimild þurfi að vera fyrir hendi til að HK verði refsað með „afar íþyngjandi viðurlögum sem KR gerir kröfu um. Sú heimild sé því ekki fyrir hendi, enda er ekki klippt og skorið í lögum KSÍ hvað skuli gera í málum sem þessum. Aga- og úrskurðarnefnd vísaði því í sömu grein og stjórn KSÍ gerði í síðustu viku, grein 15.6, sem segir til um „óviðráðanlegar orsakir“. Þrætueplið er því að stóru leyti hvort brotna markstöngin sé dæmi um óviðráðanlegar orsakir. Önnur dæmi um slíkar orsakir eru slæmar veðuraðstæður eða ófærð milli staða. Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli nr. 2/2024. Hefur dómstóllinn staðfest hinn áfrýjaða úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli nr. 8/2024 um að hafna kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Staðfesti dómurinn þannig einnig niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar um að hafna kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Úr dómsniðurstöðu í máli nr. 2/2024:[…] Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur lögsögu yfir þeim málefnum, sem koma upp innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands og varða lög og reglur þess eftir því sem við á. Skal nefndin byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KSÍ, sbr. grein 2.1 reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í reglugerð KSÍ um áfrýjunardómstól KSÍ segir í grein 2.1 að áfrýjunardómstóll KSÍ skuli byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KSÍ. Með vísan til fyrrgreindra ákvæða liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstóll KSÍ eru bundin af ákvæðum laga og reglugerða KSÍ í úrlausnum sínum. Tekur dómurinn undir sjónarmið í hinum áfrýjaða úrskurði að viðhlítandi viðurlagaheimild þurfi að liggja til grundvallar því að úrslitum leiks sé breytt. Að mati dómsins liggur ekki fyrir viðhlítandi lagastoð til að verða við kröfu áfrýjanda enda verði aðstæður, sem upp komu í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst, ekki heimfærðar á skýra og ótvíræða heimild til að dæma um úrslit leiks. Er aðalkröfu áfrýjanda um að KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK því hafnað. […] Að mati dómsins liggur ljóst fyrir að dómari fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst tók ákvörðun um fresta leiknum og bera gögn málsins það skýrlega með sér að ófullnægjandi vallaraðstæður hafi valdið því. Nánar tiltekið hafi markstöng á öðru marki í Kórnum reynst brotin og hafi starfsfólki vallarins ekki tekist að bæta úr því. Að mati dómsins er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins hafi það legið fyrir mótanefnd KSÍ að taka ákvörðun um afdrif leiksins enda falli það innan ákvörðunvalds nefndarinnar að taka m.a. ákvörðun um niðurröðun leikja og taka ákvörðun um hvenær frestaðir leikir skuli settir á að nýju, sbr. einnig 4. grein starfsreglna nefndarinnar. Samkvæmt orðanna hljóðan skal við þær aðstæður þegar leikur hefur farist fyrir áður en hann var flautaður á, leikurinn fara fram næsta dag sem fær þykir og við verður komið, sbr. niðurlagi greinar 15.6. Telur dómurinn því liggja fyrir að mótanefnd KSÍ hafi verið tækt með vísan til greinar 15.6 að finna leik HK og KR nýjan leikdag þann 22. ágúst nk., enda hafi sú ákvörðun fyllilega rúmast innan þess valdsviðs sem nefndinni er sett skv. lögum og reglugerðum KSÍ. Er kröfu áfrýjanda, um að ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leiknum nýjan leiktíma verði ómerkt, því hafnað. […] Með vísan til forsendna í hinum kærða úrskurði aga- og úrskurðarnefndar er kröfu áfrýjanda um að meðan mál þetta er til lykta leitt verði leik HK og KR í Bestu deild karla, sem settur hefur verið á 22. ágúst frestað, vísað frá. Dómurinn hafnar varakröfu áfrýjanda um að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar verði felldur úr gildi og nefndinni verði gert að taka málið til efnislegrar meðferðar en áfrýjandi rökstyður þá kröfu sína ekki frekar í áfrýjun sinni. Að mati dómsins liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd tók málið til efnislegrar meðferðar eins og fyrirliggjandi úrskurður nefndarinnar í máli nr. 8/2024 ber skýrlega með sér. KR HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Dómstóllinn sammælist ákvörðun aga- og úrskurðarnefndar sem hafnaði kröfu KR á þeim grundvelli að ekki væri viðurlagaheimild í lögum og reglum KSÍ sem segði til um að KR hlyti 3-0 sigur í leiknum. Ekki sé að finna „skýra og ótvíræða heimild“ til að dæma um úrslit leiks. Því er kröfu KR hafnað. HK og KR mætast klukkan 20:00 í Kórnum í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Líkt og stjórn KSÍ gerði í síðustu viku og aga- og úrskurðarnefnd gerði í fyrradag vísar áfrýjunardómstóllinn til greinar 15.6 sem segir til um að leik skuli fundinn nýr leikdagur sé leik frestað áður en hann hefst vegna „óviðráðanlegra orsaka“. KR-ingar vildu meina að brotin markstöng væri á ábyrgð framkvæmdaraðila leiksins, HK, og flokkaðist ekki sem óviðráðanlegar orsakir. Sér í lagi þar sem framkvæmdastjóri HK sagði brotið í markinu hafa uppgötvast í hádegi á leikdag, líkt og fram kemur í kæru KR. Mistakaröð hafi leitt til þess að ekki var bætt úr því tímanlega en þar sem lög og reglur KSÍ snerta ekki beint á máli sem þessu og viðurlagaheimild ekki til staðar sammælast aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstóllinn um það að ekki sé hægt að fallast á kröfu KR. KR-ingar voru þá einnig ósáttir við skort á efnislegri meðferð á málinu hjá aga- og úrskurðarnefnd. Áfrýjunardómstóllinn fellst ekki á það. „Dómurinn hafnar varakröfu áfrýjanda um að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar verði felldur úr gildi og nefndinni verði gert að taka málið til efnislegrar meðferðar en áfrýjandi rökstyður þá kröfu sína ekki frekar í áfrýjun sinni. Að mati dómsins liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd tók málið til efnislegrar meðferðar eins og fyrirliggjandi úrskurður nefndarinnar í máli nr. 8/2024 ber skýrlega með sér,“ segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Dóminn má sjá í heild sinni hér. Hver er forsaga málsins? Upprunalega átti leikur KR og HK að fara fram fimmtudaginn 8. ágúst en hafði þá þegar verið frestað um einn dag vegna framkvæmda í Kórnum. Þar hafði verið skipt um gervigras í aðdraganda leiksins. Bæði lið voru mætt til leiks þegar upp kom að annað markið á vellinum var brotið. Leikmenn, stuðningsmenn og fleiri voru mættir í Kórinn en hætta þurfti við leikinn. Í kjölfarið sendu KR-ingar stjórn KSÍ erindi vegna ákvörðunar mótanefndar að setja leikinn á 22. ágúst. Athugasemdir þeirra virðast ekki hafa fengið hljómgrunn. Stjórn KSÍ vísaði málinu frá með vísun í grein 15.6 í reglugerð um knattspyrnumót, en þar er talað um „óviðráðanlegar orsakir“ fyrir því að leikur fari ekki fram, svo sem veður eða ástand vallar. Að mati KR-inga á sú grein ekki við. Að HK, sem framkvæmdaraðili leik beri ábyrgð á því að mörkin séu í lagi. Í reglum KSÍ segir að varamörk eigi að vera til staðar, en svo var ekki í Kórnum. Í kæru sinni segja KR-ingar HK hafa vitað af því á hádegi á leikdag að markið væri brotið og því haft nægan tíma til að bregðast við. Framkvæmdastjóri HK sagði í samtali við Vísi að fjöldi mistaka hefði átt sér stað í aðdraganda leiks. Í yfirlýsingu KR er bent á að málið sé fordæmisgefandi og því telja KR-ingar brýnt að dómstólar KSÍ úrskurði í málinu. Þeir velta því upp hvað gerist þegar græjurnar eru ekki í lagi á leikstað og hver beri ábyrgð á því. Sú afstaða, að málið sé fordæmisgefandi, rímar við orð Birkis Sveinssonar, mótastjóra KSÍ, sem segir mál sem þetta ekki hafa komið upp áður. Aga- og úrskurðarnefnd tók málið fyrir í gær og hafnaði kröfu KR. Í úrskurði nefndarinnar segir að skýr viðurlagaheimild þurfi að vera fyrir hendi til að HK verði refsað með „afar íþyngjandi viðurlögum sem KR gerir kröfu um. Sú heimild sé því ekki fyrir hendi, enda er ekki klippt og skorið í lögum KSÍ hvað skuli gera í málum sem þessum. Aga- og úrskurðarnefnd vísaði því í sömu grein og stjórn KSÍ gerði í síðustu viku, grein 15.6, sem segir til um „óviðráðanlegar orsakir“. Þrætueplið er því að stóru leyti hvort brotna markstöngin sé dæmi um óviðráðanlegar orsakir. Önnur dæmi um slíkar orsakir eru slæmar veðuraðstæður eða ófærð milli staða. Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli nr. 2/2024. Hefur dómstóllinn staðfest hinn áfrýjaða úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli nr. 8/2024 um að hafna kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Staðfesti dómurinn þannig einnig niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar um að hafna kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Úr dómsniðurstöðu í máli nr. 2/2024:[…] Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur lögsögu yfir þeim málefnum, sem koma upp innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands og varða lög og reglur þess eftir því sem við á. Skal nefndin byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KSÍ, sbr. grein 2.1 reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í reglugerð KSÍ um áfrýjunardómstól KSÍ segir í grein 2.1 að áfrýjunardómstóll KSÍ skuli byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KSÍ. Með vísan til fyrrgreindra ákvæða liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstóll KSÍ eru bundin af ákvæðum laga og reglugerða KSÍ í úrlausnum sínum. Tekur dómurinn undir sjónarmið í hinum áfrýjaða úrskurði að viðhlítandi viðurlagaheimild þurfi að liggja til grundvallar því að úrslitum leiks sé breytt. Að mati dómsins liggur ekki fyrir viðhlítandi lagastoð til að verða við kröfu áfrýjanda enda verði aðstæður, sem upp komu í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst, ekki heimfærðar á skýra og ótvíræða heimild til að dæma um úrslit leiks. Er aðalkröfu áfrýjanda um að KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK því hafnað. […] Að mati dómsins liggur ljóst fyrir að dómari fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst tók ákvörðun um fresta leiknum og bera gögn málsins það skýrlega með sér að ófullnægjandi vallaraðstæður hafi valdið því. Nánar tiltekið hafi markstöng á öðru marki í Kórnum reynst brotin og hafi starfsfólki vallarins ekki tekist að bæta úr því. Að mati dómsins er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins hafi það legið fyrir mótanefnd KSÍ að taka ákvörðun um afdrif leiksins enda falli það innan ákvörðunvalds nefndarinnar að taka m.a. ákvörðun um niðurröðun leikja og taka ákvörðun um hvenær frestaðir leikir skuli settir á að nýju, sbr. einnig 4. grein starfsreglna nefndarinnar. Samkvæmt orðanna hljóðan skal við þær aðstæður þegar leikur hefur farist fyrir áður en hann var flautaður á, leikurinn fara fram næsta dag sem fær þykir og við verður komið, sbr. niðurlagi greinar 15.6. Telur dómurinn því liggja fyrir að mótanefnd KSÍ hafi verið tækt með vísan til greinar 15.6 að finna leik HK og KR nýjan leikdag þann 22. ágúst nk., enda hafi sú ákvörðun fyllilega rúmast innan þess valdsviðs sem nefndinni er sett skv. lögum og reglugerðum KSÍ. Er kröfu áfrýjanda, um að ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leiknum nýjan leiktíma verði ómerkt, því hafnað. […] Með vísan til forsendna í hinum kærða úrskurði aga- og úrskurðarnefndar er kröfu áfrýjanda um að meðan mál þetta er til lykta leitt verði leik HK og KR í Bestu deild karla, sem settur hefur verið á 22. ágúst frestað, vísað frá. Dómurinn hafnar varakröfu áfrýjanda um að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar verði felldur úr gildi og nefndinni verði gert að taka málið til efnislegrar meðferðar en áfrýjandi rökstyður þá kröfu sína ekki frekar í áfrýjun sinni. Að mati dómsins liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd tók málið til efnislegrar meðferðar eins og fyrirliggjandi úrskurður nefndarinnar í máli nr. 8/2024 ber skýrlega með sér.
Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur kveðið upp dóm í máli nr. 2/2024. Hefur dómstóllinn staðfest hinn áfrýjaða úrskurð aga- og úrskurðarnefndar í máli nr. 8/2024 um að hafna kröfu KR um að félaginu verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deild karla. Staðfesti dómurinn þannig einnig niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar um að hafna kröfu KR um ómerkingu á ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leik HK og KR nýjan leiktíma. Úr dómsniðurstöðu í máli nr. 2/2024:[…] Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur lögsögu yfir þeim málefnum, sem koma upp innan vébanda Knattspyrnusambands Íslands og varða lög og reglur þess eftir því sem við á. Skal nefndin byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KSÍ, sbr. grein 2.1 reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Í reglugerð KSÍ um áfrýjunardómstól KSÍ segir í grein 2.1 að áfrýjunardómstóll KSÍ skuli byggja niðurstöður sínar á lögum og reglugerðum KSÍ. Með vísan til fyrrgreindra ákvæða liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd og áfrýjunardómstóll KSÍ eru bundin af ákvæðum laga og reglugerða KSÍ í úrlausnum sínum. Tekur dómurinn undir sjónarmið í hinum áfrýjaða úrskurði að viðhlítandi viðurlagaheimild þurfi að liggja til grundvallar því að úrslitum leiks sé breytt. Að mati dómsins liggur ekki fyrir viðhlítandi lagastoð til að verða við kröfu áfrýjanda enda verði aðstæður, sem upp komu í aðdraganda fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst, ekki heimfærðar á skýra og ótvíræða heimild til að dæma um úrslit leiks. Er aðalkröfu áfrýjanda um að KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við HK því hafnað. […] Að mati dómsins liggur ljóst fyrir að dómari fyrirhugaðs leiks HK og KR þann 8. ágúst tók ákvörðun um fresta leiknum og bera gögn málsins það skýrlega með sér að ófullnægjandi vallaraðstæður hafi valdið því. Nánar tiltekið hafi markstöng á öðru marki í Kórnum reynst brotin og hafi starfsfólki vallarins ekki tekist að bæta úr því. Að mati dómsins er niðurlag greinar 15.6 skýrt og afdráttarlaust um hver afdrif leiks, sem farist hefur fyrir og ekki verið flautaður á, skuli vera. Samkvæmt skýru orðalagi ákvæðisins hafi það legið fyrir mótanefnd KSÍ að taka ákvörðun um afdrif leiksins enda falli það innan ákvörðunvalds nefndarinnar að taka m.a. ákvörðun um niðurröðun leikja og taka ákvörðun um hvenær frestaðir leikir skuli settir á að nýju, sbr. einnig 4. grein starfsreglna nefndarinnar. Samkvæmt orðanna hljóðan skal við þær aðstæður þegar leikur hefur farist fyrir áður en hann var flautaður á, leikurinn fara fram næsta dag sem fær þykir og við verður komið, sbr. niðurlagi greinar 15.6. Telur dómurinn því liggja fyrir að mótanefnd KSÍ hafi verið tækt með vísan til greinar 15.6 að finna leik HK og KR nýjan leikdag þann 22. ágúst nk., enda hafi sú ákvörðun fyllilega rúmast innan þess valdsviðs sem nefndinni er sett skv. lögum og reglugerðum KSÍ. Er kröfu áfrýjanda, um að ákvörðun mótanefndar KSÍ að finna leiknum nýjan leiktíma verði ómerkt, því hafnað. […] Með vísan til forsendna í hinum kærða úrskurði aga- og úrskurðarnefndar er kröfu áfrýjanda um að meðan mál þetta er til lykta leitt verði leik HK og KR í Bestu deild karla, sem settur hefur verið á 22. ágúst frestað, vísað frá. Dómurinn hafnar varakröfu áfrýjanda um að úrskurður aga- og úrskurðarnefndar verði felldur úr gildi og nefndinni verði gert að taka málið til efnislegrar meðferðar en áfrýjandi rökstyður þá kröfu sína ekki frekar í áfrýjun sinni. Að mati dómsins liggur fyrir að aga- og úrskurðarnefnd tók málið til efnislegrar meðferðar eins og fyrirliggjandi úrskurður nefndarinnar í máli nr. 8/2024 ber skýrlega með sér.
KR HK Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira