„Að einhverju leyti verið talað illa um félagið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 16:10 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK. Vísir/Sigurjón „Það er gott að það sé komið að þessu,“ segir Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, um leik kvöldsins við KR. Gengið hefur á ýmsu í aðdragandanum og ekki endanlega staðfest fyrr en í morgun að leikurinn færi fram í kvöld. „Við höfum bara undirbúið okkur fyrir það að fara að spila frá því að ákvörðun var tekin hérna á grasinu fyrir tveimur vikum um að leikurinn færi ekki fram. Þá voru ég og þáverandi þjálfari KR, Pálmi Rafn, sammála um að þetta væri besta dagsetning til að spila leikinn,“ segir Ómar sem bætir við að HK-ingar hafi síðustu daga undirbúið sig með fullan hug við það að spila í kvöld. Klippa: Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns En hvernig var að þurfa að senda menn heim í stað þess að spila leik fyrir tveimru vikum síðan? „Það var alveg pirrandi. Við höfðum verið að æfa yfir verslunarmannahelgina, sem við þurftum ekki að gera, við vorum að vinna teymið í því að undirbúa KR-leikinn og eyddum miklum tíma í það. Auðvitað var leiðinlegt að sú vinna hafi ekki nýst og hún nýtist í raun ekki í kvöld vegna þjálfaraskipta og annars. Það voru vonbrigði,“ segir Ómar Ingi og bætir við: „Og auðvitað leiðinlegt fyrir alla leikmenn, áhorfendur og annað að vera komin upp í Kór og koma sér fyrir. Búnir að hita upp og komnir inn í klefa til að vera með lokaundirbúning þegar kemur í ljós að það þarf í það minnsta að seinka þessu. Ekki skemmtilegt fyrir neinn sem þurfti að taka þátt í þessu, að neinu leyti.“ Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns KR tilkynnti málið til stjórnar KSÍ, án árangurs, svo kærði það til aga- og úrskurðarnefndar og áfrýjaði niðurstöðu hennar til áfrýjunardómstóls KSÍ. Niðurstaðan var ávallt sú sama, ekki skyldi refsa HK með 3-0 tapi, og leikurinn skyldi fara fram í kvöld. Margur hefur sakað KR-inga um það að vilja fá gefins þrjú stig og ekki viljað spila leikinn. Ómar segir eðlilegt að menn leyti réttar síns. „Er ekki almennt sem menn hafa gaman að því að tala KR niður. Ég held að þeir viti það alveg eins og aðrir. Það er því aðeins litið niður á það að þeir vilji fá sigur dæmdan. En fyrir mér held ég að það séu einstaklingar í stjórnum allra félaga sem myndu láta reyna á þetta,“ „Ég ætla ekki að dæma það að menn vilji leita réttar síns á einhvern hátt ef þeim finnst það vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Ómar sem bætir við að ef til vill sé illa vegið að HK vegna málsins. „Að mínu viti eru það ekki starfsmenn félagsins sem eru að undirbúa leikinn og annað slíkt. Það er kannski aðallega það að HK hafi að einhverju leyti verið dregið meira inn í þetta en þurfti að vera. Vonandi verður það bara leiðrétt og menn gera sér grein fyrir því hvernig er staðið að málum hérna og allt geti farið vel fram hérna í kvöld,“ En ýtir atburðarrás síðustu daga undir hvatningu HK-inga fyrir kvöldið? „Alveg örugglega einhverjir. Alveg pottþétt. Það hefur að einhverju leyti verið talað illa um félagið í þessu máli. Þannig að það eru alveg pottþétt einhverjir sem bíta það í sig . Ef svo er þá þigg ég það bara frá mínum leikmönnum,“ segir Ómar Ingi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. HK Besta deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna Sjá meira
„Við höfum bara undirbúið okkur fyrir það að fara að spila frá því að ákvörðun var tekin hérna á grasinu fyrir tveimur vikum um að leikurinn færi ekki fram. Þá voru ég og þáverandi þjálfari KR, Pálmi Rafn, sammála um að þetta væri besta dagsetning til að spila leikinn,“ segir Ómar sem bætir við að HK-ingar hafi síðustu daga undirbúið sig með fullan hug við það að spila í kvöld. Klippa: Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns En hvernig var að þurfa að senda menn heim í stað þess að spila leik fyrir tveimru vikum síðan? „Það var alveg pirrandi. Við höfðum verið að æfa yfir verslunarmannahelgina, sem við þurftum ekki að gera, við vorum að vinna teymið í því að undirbúa KR-leikinn og eyddum miklum tíma í það. Auðvitað var leiðinlegt að sú vinna hafi ekki nýst og hún nýtist í raun ekki í kvöld vegna þjálfaraskipta og annars. Það voru vonbrigði,“ segir Ómar Ingi og bætir við: „Og auðvitað leiðinlegt fyrir alla leikmenn, áhorfendur og annað að vera komin upp í Kór og koma sér fyrir. Búnir að hita upp og komnir inn í klefa til að vera með lokaundirbúning þegar kemur í ljós að það þarf í það minnsta að seinka þessu. Ekki skemmtilegt fyrir neinn sem þurfti að taka þátt í þessu, að neinu leyti.“ Dæmir KR-inga ekki fyrir að leita réttar síns KR tilkynnti málið til stjórnar KSÍ, án árangurs, svo kærði það til aga- og úrskurðarnefndar og áfrýjaði niðurstöðu hennar til áfrýjunardómstóls KSÍ. Niðurstaðan var ávallt sú sama, ekki skyldi refsa HK með 3-0 tapi, og leikurinn skyldi fara fram í kvöld. Margur hefur sakað KR-inga um það að vilja fá gefins þrjú stig og ekki viljað spila leikinn. Ómar segir eðlilegt að menn leyti réttar síns. „Er ekki almennt sem menn hafa gaman að því að tala KR niður. Ég held að þeir viti það alveg eins og aðrir. Það er því aðeins litið niður á það að þeir vilji fá sigur dæmdan. En fyrir mér held ég að það séu einstaklingar í stjórnum allra félaga sem myndu láta reyna á þetta,“ „Ég ætla ekki að dæma það að menn vilji leita réttar síns á einhvern hátt ef þeim finnst það vera sanngjörn niðurstaða,“ segir Ómar sem bætir við að ef til vill sé illa vegið að HK vegna málsins. „Að mínu viti eru það ekki starfsmenn félagsins sem eru að undirbúa leikinn og annað slíkt. Það er kannski aðallega það að HK hafi að einhverju leyti verið dregið meira inn í þetta en þurfti að vera. Vonandi verður það bara leiðrétt og menn gera sér grein fyrir því hvernig er staðið að málum hérna og allt geti farið vel fram hérna í kvöld,“ En ýtir atburðarrás síðustu daga undir hvatningu HK-inga fyrir kvöldið? „Alveg örugglega einhverjir. Alveg pottþétt. Það hefur að einhverju leyti verið talað illa um félagið í þessu máli. Þannig að það eru alveg pottþétt einhverjir sem bíta það í sig . Ef svo er þá þigg ég það bara frá mínum leikmönnum,“ segir Ómar Ingi. Viðtalið má sjá að ofan. Leikur HK og KR fer fram klukkan 20:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5.
HK Besta deild karla KR KSÍ Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna Sjá meira