Úr Idolinu yfir í útvarpið Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku. 26.9.2024 08:03
„Siðlausi siðfræðingurinn“ hreyfir ekki við Stefáni Einari Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður segist aldrei hafa látið uppnefni í opinberri umræðu á sig fá og gefur lítið fyrir að vera stundum uppnefndur „siðlausi siðfræðingurinn.“ Stefán segir slíkt aldagamalt verkfæri til þess að ná sér niður á fólki. Hann segist miklu frekar fá jákvæð viðbrögð við því að vera óhræddur við að viðra skoðanir sínar. 26.9.2024 07:01
Hvað gerði Diddy? Mansal, ofbeldi og samsæriskenningar um Justin Bieber Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs, sem oftast er þekktur sem Puff Daddy, situr nú í fangelsi svo eftir hefur verið tekið. Meint brot hans fela meðal annars í sér mansal, skipulagða glæpastarfsemi, mútugreiðslur auk kynferðisbrota. 25.9.2024 19:01
Sama hvað fólki finnst Grínistinn Ellen Degeneres segir að hún hafi loksins lært að vera sama um álit annarra á henni. Hún segist lengi hafa velt sér upp úr því hvað öðrum finnist en hafi loksins náð að sleppa taki á þeirri hugsun. 25.9.2024 15:55
Ekkert mál að hlaupa alveg staurblindur Valdimar Sverrisson ljósmyndari og uppistandari mætti í heimsókn til Hljóðbókasafnsins á dögunum þar sem honum var fagnað vel og innilega. Ástæðan er sú að Valdimar safnaði áheitum fyrir safnið í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst en Valdimar segir ekkert mál að hlaupa jafnvel þó hann sé „alveg staurblindur.“ 25.9.2024 07:02
Stefnumótunarferð Fossa með mökum í Prag Starfsfólk fjárfestingabankans Fossa gerði sér glaðan dag liðna helgi þegar starfsmenn ásamt mökum flugu til tékknesku höfuðborgarinnar Prag. Íslensk fyrirtæki hafa undanfarin ár í auknum mæli haldið árshátíðarferðir erlendis. 24.9.2024 10:45
Hittast á hlutlausum stað Ben Affleck og Jennifer Lopez róa nú öllum árum að því að ná samkomulagi um skilmála vegna skilnaðar síns. Erlendir slúðurmiðlar keppast nú við að flytja fréttir af því að þau séu farin að hittast á hlutlausum stað ásamt lögfræðingi sínum þar sem þau ræða skilmálana. 24.9.2024 10:00
Risavaxinn mörgæsarungi nýjasta stjarna Melbourne Risavaxinn mörgæsarungi sem gengur undir nafninu Pestó er nýjasta stjarna dýragarðsins í Melbourne í Ástralíu. 24.9.2024 09:16
Frumsýning á Vísi: Helga Braga í kolsvartri kómedíu Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir fara með aðalhlutverkin í gamanmyndinni Top 10 möst eftir Ólöfu B. Torfadóttur. Um er að ræða kolsvarta kómedíu sem fjallar um viðkvæm málefni en er sett upp á spaugilegan hátt. 23.9.2024 14:31
Kristófer Helga í veikindaleyfi Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. 23.9.2024 13:13