Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. apríl 2025 22:26 Alma Möller heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir alveg ljóst að binda þurfi í lög hversu mörg börn sæðisgjafar megi búa til hér á landi. Ekki sé ráðlegt að hver sæðisgjafi megi frjóvga fleiri en tvö egg í svo litlu samfélagi líkt og á Íslandi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“ Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að engar reglur væru hér á landi um það hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. Þórir Harðarson eigandi frjósemisstofunnar Sunnu kallaði eftir breytingum og sagði æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald. Tilefnið eru fréttir frá Hollandi þar sem komið hefur í ljós að tugir sæðisgjafa hafi feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá hafa siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Heilbrigðisráðherra tekur undir áhyggjur Þóris. Ekki viss um að talan eigi að vera hærri „Ég er alveg sammála því að það þarf að vera bundið í lög eða reglur, hámarksfjöldi sæðisgjafa sem má gefa sæði til að frjóvga egg og það er auðvitað sérstaklega mikilvægt í svona litlu og fámennu samfélagi eins og Ísland er og reyndar lagði ég það til fyrir nokkrum árum sem landlæknir að þetta yrði sett inn í regluverkið.“ Að ýmsu þurfi að huga er varðar lög og reglur um tæknifrjóvganir en Alma segir hlutverk Landlæknis að hafa eftirlit með þessum málum. „Og ég veit að því hefur verið sinnt og reglum hefur verið breytt en það þarf auðvitað að leita ráðgjafar um hver þessi tala eigi að vera. Ég held að vinnureglur fyrritækjanna séu að það sé hægt að frjóvga tvö egg úr sama sæðisgjafa og ég er ekki viss um að sú tala eigi að vera hærri í okkar fámenna samfélagi.“ Óvíst sé á þessum tímapunkti hve langan tíma breytingarnar muni taka. „Það er þannig að ef þetta er einungis að skerpa á reglugerð þá tekur það skamman tíma en fyrst þurfum við að skoða hvort að lagaumgjörðin er nógu sterk eða hvort að það þurfi að breyta lögum og þá er það auðvitað þyngra ferli.“
Heilsa Frjósemi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52 Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Tugir hollenskra sæðisgjafa hafa feðrað að minnsta kosti 25 börn. Félag hollenskra kvensjúkdómalækna segir að í kjölfar þess að nýtt skráningarkerfi hafi verið tekið í gagnið hafi komið á daginn að frjósemisfyrirtæki hafi verið að brjóta lög um sæðisgjöf í áratugi. 14. apríl 2025 23:52
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03