Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 12:03 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun hefur sagt upp samningi við þrjú stór sveitarfélög um þjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Forstjóri segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. Starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir óvissu fylgja ákvörðuninni. Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“ Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“
Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira