Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 14:54 Gunnar Hólmsteinn segir mikilvægt að vanlíðan ungmenna sé rædd til hlýtar. Vísir Vanlíðan ungmenna í íslensku samfélagi er áhyggjuefni. Þetta segir skipuleggjandi málstofu um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks sem fram fer í dag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“. Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira