Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 14:54 Gunnar Hólmsteinn segir mikilvægt að vanlíðan ungmenna sé rædd til hlýtar. Vísir Vanlíðan ungmenna í íslensku samfélagi er áhyggjuefni. Þetta segir skipuleggjandi málstofu um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks sem fram fer í dag. Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“. Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Félag félagsfræðikennara í framhaldsskólum stendur í dag fyrir málstofu í fundarsal KÍ í Borgartúni um líðan og áskoranir í lífi ungs fólks með tilliti til ofbeldis og frávika. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson einn skipuleggjenda segir fregnir af auknum ofbeldisbrotum og vanlíðan meðal ungmenna vera tilefni málstofunnar. „Þetta er málþing um bara eiginlega hvert samfélagið er að stefna, getum við sagt. Við hjá Félagi félagsfræðikennara í framhaldsskólum vildi ég segja, okkur liggur á hjarta hvernig samfélagið er að þróast og hvernig það er að stefna.“ Fjórir sérfræðingar munu ræða mál ungmenna á málstofunni, tveir úr háskólasamfélagi og tveir fulltrúar frá Ríkislögreglustjóra. Það eru þau Viðar Halldórsson prófessor í félagsfræði, Margrét Valdimarsdóttir félags- og afbrotafræðingur, María Rún Bjarnadóttir yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og Katrín Sif Oddgeirsdóttir sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra. „Það skiptir mjög miklu máli hvernig ungu fólki líður og það er margt sem bendir til þess að sú staða sé ekki alveg eins og við viljum hafa hana og það er mjög slæmt ef ungt fólk hneygist í rangar áttir ef maður getur sagt sem svo og okkur langaði til að fá færa sérfræðinga til að rýna þessa stöðu með okkur.“ Mikilvægt sé að staða ungmenna sé skoðuð til hlýtar. „Við megum aldrei láta unga fólkið vera afskipt og það skiptir máli hvernig því líður, eins og ég segi, þetta fólk er á leiðinni út í lífið að fara að mynda fjölskyldur, velja sér ævistörf og hvaðeina, þannig að almenn líðan ungs fólks er gríðarlega mikilvægt atriði fyrir samfélagið í heild sinni, ég held við getum öll verið sammála um það. Það er einmitt þess vegna sem við vildum rýna þessa stöðu og fá þessa sérfræðinga í dag.“ 10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
10.30 mæting, kaffi 10.45 Viðar Halldórsson, prófessor við HÍ. Sjáum samfélagið. Í erindinu mun Viðar leitast við að horfa til stóra samhengis vanda ungs fólks með því að draga upp mynd af samfélagi sem hefur villst af leið og einkennist af vaxandi sjálfhverfu og firringu. 11.05 Margrét Valdimarsdóttir, dósent við HÍ. Ofbeldi og vopnaburður ungmenna: Áhættuþættir, forvarnir og inngrip. Í erindinu verður farið yfir helstu áhættuþætti sem tengjast ofbeldishegðun og vopnaburði ugns fólks. Auk þess verður fjallað um gagnreyndar aðferðir til að draga úr ofbeldishegðun, bæði í formi almennra forvarna og sértækra inngripa fyrir þau sem hafa beitt ofbeldi. Rætt verður um hvaða aðgerðir skila árangri og hvaða nálganir geta haft öfug áhrif, með hliðsjón af bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum 11.25 Katrín Sif Oddgeirsdóttir, sérfræðingur hjá greinigardeild Ríkislögreglustjóra. „Ofbeldi barna, staðan og áskoranir“. Katrín fjallar um útgefna skýrslu ríkislögreglustjóra, ásamt almennri greiningu á hagnýtingu barna í skipulagðri brotastarfsemi. 11.45 María Rún Bjarnadóttir, yfirlögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra 12.10 léttur hádegisverður í boði Félags félagsfræðikennara í framhaldsskólum 13.00 Pallborð - umræður 14.15 Heimskaffi – „wrap up“.
Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Geðheilbrigði Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira