Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 12:03 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Atvinnuvegaráðherra segir að ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu með því að auka strandveiðiheimildir líkt og Samtök fyrirtækja í sjávaútvegi hafa lýst áhyggjum af. Hún segir aukinn áhuga á veiðunum ánægjuefni, unnið sé að úrlausnum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis. Sjávarútvegur Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndi í kvöldfréttum Stöðvar 2 loforð ríkisstjórnarinnar um að lengja strandveiðitímabilið í 48 daga, í kjölfar fregna af því að níu hundruð eigendur strandveiðibáta hafi sótt um veiðileyfi fyrir sumarið. Samkvæmt gildandi lögum getur ríkið einungis veitt heimildir fyrir veiðar á tíu þúsund tonnum af þorski en útreikningar benda til þess að tonnin þyrftu nú að vera þrefalt fleiri, eða 29 þúsund svo hægt sé að lengja tímabilið. Sagði Heiðrún grafalvarlegt að ríkið gæti með úthlutun slíkra aflaheimilda bakað sér skaðabótaskyldu gagnvart öðrum sem hefðu átt að fá úthlutun. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að útfærsluatriði vegna veiðanna séu til skoðunar. Áhuginn ánægjuefni „Það er í fyrsta lagi gaman að sjá hvað það er mikill áhugi og mér sýnist á þessum tölum sem ég er rétt að byrja að skoða að það sé töluverð nýliðun. Þetta er auðvitað bara að gerjast, við eigum fund með Fiskistofu eftir helgi og öðrum aðilum og erum raunverulega bara að taka stöðuna á þeim úrræðum sem við höfum verið að vinna að, þannig að málin eiga bara að skýrast á næstu dögum og verða það að mestu leyti áður en strandveiðin hefst.“ Hanna Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að sumarið yrði svona, enda um fyrsta sumarið að ræða þar sem strandveiðitímabilið sé framlengt. „Þetta er fyrsta sumarið þar sem við erum að fara í þessa vegferð að tryggja 48 dagana sem lagt var upp með á sínum tíma, þannig við munum sjá bara hvaða leiðir við höfum færar til þess að tryggja það og vonandi festa þetta í sessi til frambúðar.“ Skoðað hvaða leiðir verði færar Ráðherra segist ekki hafa af því áhyggjur að ríkið muni baka sér skaðabótaskyldu vegna málsins. „Það vill nú þannig til að Alþingi hefur löggjafarvaldið og við munum bara skoða hvaða leiðir eru færar, það er eiginlega lítið annað að segja akkúrat á þessum tímapunkti en við munum klárlega ekki fara út í aðgerðir sem eru í andstöðu við lög.“ Athugasemd ritstjónar: Heiðrún Lind er stjórnarkona í Sýn sem er eigandi Vísis.
Sjávarútvegur Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira