Af vængjum fram: Ekki viss um að hann myndi þekkja lyktina af hassi Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segist ekki vera viss um að hann þekki hasslykt enn þann dag í dag. Hann segist aldrei taka verkjatöflur en er hrifinn af D-vítamíni. Þá er Arnar mikill sjósundskappi og hræðist ekki að taka umræðuna. 26.5.2024 07:01
Fréttatía vikunnar: Forsetakosningar, ókyrrð og kisur Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Fréttatíunni til þess að komast að því. Sem fyrr er aðeins montréttur að launum fyrir góða frammistöðu. 25.5.2024 07:01
Af vængjum fram: „Ég er að breytast í dreka hérna með þér“ Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi segir það magnaða lífseynslu að vera í forsetaframboði. Hún segist læra mikið af kappræðunum og var hvergi bangin þegar hún fékk sterkasta vænginn allt of snemma og þakkar það reynslu sinni frá Bandaríkjunum. 25.5.2024 07:01
Sitt sýnist hverjum um nýja mynd af Katrínu Teiknuð forsíðumynd af Katrínu prinsessu af Wales í Tatler tímaritinu hefur vakið gríðarlega mikla athygli, þá aðallega neikvæða. Ástæðan er sú að listamanninum þykir ekki hafa tekist vel til og hafa netverjar keppst við að lýsa yfir óánægju með myndina. 24.5.2024 13:53
Eitt mesta átvagl sögunnar hætt að keppa: „Ekki lengur svangur“ Einn frægasti keppandi heims í kappáti, Japaninn Takeru Kobayashi, hefur tilkynnt að hann hyggist leggja skóna á hilluna og hætta keppni. Ástæðan eru heilsufarsvandræði hjá þessum sexfalda meistara í einni frægustu pylsuátskeppni í heimi. 24.5.2024 11:01
Syngja með Grease á fyrstu skynsegin sýningu Íslandssögunnar Blásið verður til sérstakrar sing-along sýningar á Grease í Bíó Paradís fyrir skynsegin fólk í kvöld. Skipuleggjandi segir um að ræða fyrstu sýninguna sinnar tegundar hér á landi en gripið verður til ýmissa ráðstafana til að tryggja viðeigandi skynsegin skilyrði í kvikmyndahúsinu. 24.5.2024 10:01
Af vængjum fram: Borðaði vængi með hníf og gaffli og sagðist vera saddur Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi líkir því við að spila á fiðlu á Titanic meðan skipið sekkur að fá sér kjúklingavængi á tímum líkt og þessum þegar kjarnorkusprengja gæti skollið á Íslandi hvenær sem er. Hann segir ekki eðlilegt að sitja undir ásökunum um að vera svikahrappur vegna happdrættis sem sé framkvæmt með leyfi frá sýslumanni og úrdráttur þess undir opinberu eftirliti. 24.5.2024 07:00
Svaraði engu um Affleck Jennifer Lopez svaraði engu þegar hún var spurð að því á blaðamannafundi hver staðan væri í einkalífi hennar og hvort orðrómurinn um að hún og Ben Affleck séu skilin að sæng væri sannur. Blaðamaður spurði að þessu á blaðamannafundi vegna Atlas, nýrrar Netflix myndar hennar sem verið er að taka upp í Mexíkóborg en horfa má á atvikið neðst í fréttinni. 23.5.2024 09:23
Boðar til kosninga í Bretlandi í sumar Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 4. júlí næstkomandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi hans fyrir utan Downing stræti nú á fjórða tímanum. 22.5.2024 16:07
Sást með hringinn en eiginkonan enn víðsfjarri Ben Affleck sást með giftingarhring sinn á hönd sér þar sem hann var staddur í góðra vina hópi í göngutúr í Santa Monica í Kaliforníu. Þetta vekur athygli erlendra slúðurmiðla, enda uppi þrálátur orðrómur um að hjónaband hans og Jennifer Lopez sé nú á síðustu metrunum. 22.5.2024 10:05