„Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. apríl 2025 20:46 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að tilraunir til þess að endurvekja ógnarúlfinn svokallaða séu ósmekklegar. Útkoman sé ófyrirsjáanleg og feli í sér mikla grimmd gagnvart dýrunum. Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“ Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Vísindamenn á vegum bandaríska líftæknifyrirtækisins Colossal Biosciences fullyrtu á dögunum að þeim hefði tekist með genatilraun að endurlífga ógnarúlfinn, dýrategund sem dó út fyrir tíu þúsund árum. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir málið ekki alveg svo einfalt. „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg. Það er verið að taka nokkra erfðavísa sem voru einangraðir úr steingervingum og koma þeim fyrir í erfðamengi venjulegra úlfa í þeirri von að það breyti útliti þeirra, breyti þeim í eitthvað sem þeir eru ekki. Í fyrsta lagi þá verður ekkert úr þessu ógnarúlfur. Þetta verður úlfur sem er búið að breyta svolítið og er ívið stærri heldur en hinir óbreyttu úlfar.“ Óska þess eða óska þess ekki að úlfarnir éti skapara sína Kári segir að margar siðferðislegar spurningar vakni. Forsvarsmenn líftæknifyrirtækisins hafa sagst ætla að endurvekja fleiri tegundir líkt og loðfílinn, svo minnir á tilraunir sem gerðar voru í Hollywood myndunum Jurassic Park þar sem risaeðlur vöknuðu aftur til lífsins. „Ég held það verði nú líklega ekki neitt skelfilegt eins og Jurassic Park sem kemur út úr þessu en hætta er á því að það verði til illa fötluð dýr. Dýr þar sem er búið að fikta í erfðamenginu og langoftast þegar farið er út í svona lagað þá er útkoman ófyrirsjáanleg. Það er miklu fleira sem gerist en menn ætla sér og mér finnst það ósmekklegt. Mér finnst það grimmdarlegt og mér finnst það ljótt því úr þessu verður skepna sem er með meðvitund, tilfinningar og að öllum líkindum sjálfsvitund.“ Tilraunir til að endurvekja dýrategundir eða breyta erfðamengi mannsins eru í huga Kára ekki erfðavísindi. Markmiðið sé að skilja manninn betur, takast á við sjúkdóma og búa til ný lyf. „Síðan eru menn líka dálítið að reyna að skilja sögu mannsins á grundvelli þess hvernig erfðamengi hefur breyst á hundruði þúsunda ára en það eru fæstir í því að reyna að búa til ófreskjur eins og þessir.“ Kári segir í gríni að aðeins eitt sé í stöðunni. „Það eina sem við getum gert er annað hvort að óska þess eða óska þess ekki að þessir úlfar éti skapara sinn.“
Dýr Vísindi Íslensk erfðagreining Bandaríkin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira