Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2025 21:13 Þeir félagar Búbbi og Styrmir voru himinlifandi báðir tveir með endurfundina. Vísir/Bjarni Sannkallað páskakraftaverk varð á dögunum þegar páfagaukurinn Búbbi fannst heill á húfi eftir að hafa fokið alla leið úr Hlíðarendahverfi og yfir á Kársnes í Kópavogi þar sem hann varð næstum ketti að bráð. Ellefu ára eigandi andar léttar. Það leit ekki vel út síðastliðinn sunnudag þegar páfagaukurinn Búbbi slapp út af heimili sínu í Hlíðarendahverfi í Reykjavík. Hinn ellefu ára gamli Styrmir Pálsson segist þó aldrei hafa gefið upp vonina um að fuglinn myndi finnast. Búbbi ekki hræddur við myndavélina „Við eigum tvo hunda og við hleypum þeim alltaf út af svölunum svo á sunnudaginn þá gerðist þetta og þá ætluðum við að hleypa þeim út og þá var pabbi að opna og þá var hann hérna á stólnum og svo flaug hann út um svalirnar. Svo fór hann lengst upp í loftið, samt var svo mikill vindur, að hann fauk lengst út í buska,“ segir hinn ellefu ára gamli Styrmir. Feðgarnir ruku þá út að leita að honum og leituðu í fimm klukkustundir án árangurs. Stjúpmamma Styrmis auglýsti eftir fuglinum á Facebook hópnum Týnd dýr og það borgaði sig heldur betur. Styrmir segist hafa verið himinlifandi þegar Búbbi fannst. „Þá var ég ótrúlega glaður. Við vorum í Öskjuhlíðinni þarna þegar stjúpmamma mín hringdi í pabba minn af því að hún hafði sett inn á Facebook group að hann hefði fundist.“ Búbbi fannst uppi í tréi í garði á Kársnesi í Kópavogi og hafði því fokið rúma þrjá kílómetra. „Það var köttur fyrir neðan að reyna að ná honum, hann bara gargaði ótrúlega mikið, þannig einhver kona kom og náði í hann.“ Óhætt er að segja að Búbbi hafi aldrei verið betri þó ferðalagið hafi tekið á. Hann tók sitt uppáhalds lag fyrir fréttamann Stöðvar 2 sem Styrmir og pabbi hans kenndu honum. Sjón er sögu ríkari. „Hann er mjög vinalegur, hann er vinapáfagaukur eiginlega og er alltaf hjá manni. Ef maður fer út úr herberginu sem hann er í, þá eltir hann mann alltaf.“ Fuglar Dýr Kópavogur Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Það leit ekki vel út síðastliðinn sunnudag þegar páfagaukurinn Búbbi slapp út af heimili sínu í Hlíðarendahverfi í Reykjavík. Hinn ellefu ára gamli Styrmir Pálsson segist þó aldrei hafa gefið upp vonina um að fuglinn myndi finnast. Búbbi ekki hræddur við myndavélina „Við eigum tvo hunda og við hleypum þeim alltaf út af svölunum svo á sunnudaginn þá gerðist þetta og þá ætluðum við að hleypa þeim út og þá var pabbi að opna og þá var hann hérna á stólnum og svo flaug hann út um svalirnar. Svo fór hann lengst upp í loftið, samt var svo mikill vindur, að hann fauk lengst út í buska,“ segir hinn ellefu ára gamli Styrmir. Feðgarnir ruku þá út að leita að honum og leituðu í fimm klukkustundir án árangurs. Stjúpmamma Styrmis auglýsti eftir fuglinum á Facebook hópnum Týnd dýr og það borgaði sig heldur betur. Styrmir segist hafa verið himinlifandi þegar Búbbi fannst. „Þá var ég ótrúlega glaður. Við vorum í Öskjuhlíðinni þarna þegar stjúpmamma mín hringdi í pabba minn af því að hún hafði sett inn á Facebook group að hann hefði fundist.“ Búbbi fannst uppi í tréi í garði á Kársnesi í Kópavogi og hafði því fokið rúma þrjá kílómetra. „Það var köttur fyrir neðan að reyna að ná honum, hann bara gargaði ótrúlega mikið, þannig einhver kona kom og náði í hann.“ Óhætt er að segja að Búbbi hafi aldrei verið betri þó ferðalagið hafi tekið á. Hann tók sitt uppáhalds lag fyrir fréttamann Stöðvar 2 sem Styrmir og pabbi hans kenndu honum. Sjón er sögu ríkari. „Hann er mjög vinalegur, hann er vinapáfagaukur eiginlega og er alltaf hjá manni. Ef maður fer út úr herberginu sem hann er í, þá eltir hann mann alltaf.“
Fuglar Dýr Kópavogur Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira