Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2025 23:44 Þórir kallar eftir auknu aðhaldi og ramma frá stjórnvöldum. Engar reglur eru um það hér á landi hversu margar fjölskyldur sæðisgjafar mega búa til. Eigandi frjósemisstofu kallar eftir breytingum og segir fréttir af evrópskum sæðisgjöfum sem eignast hafi tugi, jafnvel hundruð barna vekja hjá sér ugg. Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“ Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Greint var frá því í hollenskum miðlum í vikunni að tugir sæðisgjafa þar í landi hefðu feðrað að minnsta kosti 25 börn í trássi við lög um áratugaskeið. Þá greinir danska ríkisútvarpið frá því að siðaráð allra Norðurlandanna utan Íslands hafi farið fram á að skorður verði settar við því hve mörg börn megi koma undan einum sæðisgjafa. Þar gilda engar reglur um sæðisgjafir utan landamæra Danmerkur en sæðisgjafar mega mest feðra tólf börn innan landsins. Dæmi eru um að börn sem feðruð hafa verið með dönsku sæði eigi hundruð hálfsystkina. Þórir Harðarson doktor í frjósemisfræðum og eigandi frjósemisstofunnar Sunnu segir engar reglur á Íslandi gilda um hve margar fjölskyldur sæðisgjafar megi búa til. „Hvorki um fjölda sæðisgjafa né hversu mörg börn eða fjölskyldur þessir gjafar mega búa til, því miður,“ segir Þórir. Væri æskilegt að fá aðhald og ramma Sunna er ein af tveimur frjósemisstofum sem starfa hér á landi en rekur ekki eigin sæðisbanka. Þórir segir Sunnu stunda viðskipti við þrjá erlenda sæðisbanka, einn í Bandaríkjunum og tvo í Danmörku. Hann segir farið fram á að bankarnir sendi ekki fleiri en tvær gjafir, sem þá búi til tvær fjölskyldur hérlendis. „Við höfum því þurft að treysta á bankana og hingað til höfum við ekki haft neinar ástæður til að ætla neitt annað en að þeir standi við það, að svo sé. En það eru engar reglur sem í rauninni eru til í landinu til þess, og ekkert regluverk og enginn sem fylgir því eftir nema bankarnir sjálfir.“ Þórir segir fréttir frá Hollandi vekja sig til umhugsunar um þessi mál. „Auðvitað get ég ímyndað mér að okkar skjólstæðingar geti verið örlítið hugsi, er virkilega hægt að tryggja það að þessir bankar séu ekki að senda frá sér fleiri skammta en á að gerast? Við erum eins og ég sagði áðan svoldið í höndunum á þessum bönkum, að þeir standi við það sem við erum búnir að semja við þá um að vera ekki að búa til fleiri fjölskyldur en tvær á Íslandi.“ Hann segir æskilegt að stjórnvöld veittu þjónustuaðilum aðhald og ramma. „Það er svoldið skrýtið að við sem þjónustuaðilar séum að setja okkur takmarkanir sjálf. Auðvitað viljum við gera vel og við viljum vanda okkur og passa upp á þetta, að vera ekki að búa til alltof marga skylda aðila í samfélaginu. En það væri eðlilegt að þær takmarkanir kæmu að ofan, ekki að ofan en frá okkar yfirvöldum.“
Frjósemi Tengdar fréttir Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Sæðisgjafar tilkynni það fjölskyldu sinni svo ekki verði „slys“ Mikil eftirspurn ríkir hér á landi eftir sæði að sögn yfirlæknis hjá Livio. Skyldleiki sæðisgjafa og þeirra sem þiggja sæðið er ekki kannaður. 21. september 2024 21:03