Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15.5.2022 12:37
Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15.5.2022 11:35
Konum fækkar í borgarstjórn en eru enn í meirihluta Körlum í nýkjörinni borgarstjórn Reykjavíkur fjölgar um þrjá frá lokum síðasta kjörtímabils. Konur verða engu að síður áfram í meirihluta þar en þær eru þrettán af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. 15.5.2022 08:41
Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni. 13.5.2022 21:30
Lögreglumenn börðu syrgjendur í útför blaðakonu Ísraelskir lögreglumenn börðu syrgjendur með kylfum í útför blaðakonu al-Jazeera sem var skotin til bana á Vesturbakkanum á miðvikudag. Kistuberar misstu kistu hennar stuttlega vegna atgangsins. 13.5.2022 15:44
Fyrirlesari í Hörpu telur fjöldamorð á börnum sviðsett og efast um hryðjuverkin í New York Bandarískur prófessor sem heldur fyrirlestur í Hörpu á morgun hefur sagst telja að fjöldamorð á grunnskólabörnum í Bandaríkjunum hafi verið sviðsett og er félagi í hreyfingu sem efast um opinberar skýringar á hryðjuverkunum í New York 11. september. 13.5.2022 15:05
Veikindaleyfi fyrir konur með mikla tíðaverki á teikniborðinu Spænska þingið er nú með frumvarp til umfjöllunar sem veitti konum með mikla tíðaverki þrjá til fimm veikindadaga á mánuði. Verði frumvarpið að lögum verða þau fyrsta lög sinnar tegundar í Evrópu. 13.5.2022 09:38
Bretar hóta því að ógilda hluta Brexit-samnings vegna Norður-Írlands Utanríkisráðherra Bretlands sagði að bresk stjórnvöld gætu neyðst til þess að fella úr gildi hluta útgöngusamnings við Evrópusambandið er breytingar yrðu ekki gerðar á landamæra- og tollaeftirliti á Norður-Írlandi. 12.5.2022 15:55
Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. 12.5.2022 14:56
Náðu fyrstu myndinni af risasvartholinu í miðju Vetrarbrautarinnar Risasvartholið í hjarta Vetrarbrautarinnar okkar hefur náðst á mynd í fyrsta skipti. Hópur stjörnufræðinga kynntu afrekið sem er sagt veita mikilvægar upplýsingar um eðli risasvarthola í dag. Til þess notuðu þeir net útvarpssjónauka á stærð við jörðina. 12.5.2022 13:11