Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst Hólmfríður Gísladóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 13. maí 2022 21:30 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, segir að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Réttarhöld hefjast í dag yfir hinum 21 árs Vadim Shysimarin, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 62 ára mann í þorpinu Chupakhivka hinn 28. febrúar sl. Shysmarin er fyrsti rússneski hermaðurinn sem er dreginn fyrir dóm vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Rússar hafa hótað því að skrúfa fyrir gasflutninga til Finnlands, eftir að forseti og forsætisráðherra Finna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu Finna nauðsynlega þurfa að ganga í Atlantshafsbandalagið sem allra fyrst. Sendifulltrúi Bandaríkjanna við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir þúsundir Úkraínumanna hafa verið flutta til Rússlands í nokkurs konar „flokkunarstöðvar“, þar sem þeir hafa sætt „harkalegum yfirheyrslum“. Þriggja daga fundur utanríkis- og landbúnaðarráðherra G7-ríkjanna stendur nú yfir í Þýskalandi, þar sem umræðuefnið eru aðgerðir til að koma mikilvægum kornvörum frá Úkraínu. Sendiráð Rússlands í Lettlandi hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að aflétta vernd sovéskra minnisvarða. Rússar segja um að ræða sviksamlega og óréttlætanlega ákvörðun, sem sé hvorki byggð á siðferðilegum né löglegum forsendum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, segir að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Réttarhöld hefjast í dag yfir hinum 21 árs Vadim Shysimarin, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 62 ára mann í þorpinu Chupakhivka hinn 28. febrúar sl. Shysmarin er fyrsti rússneski hermaðurinn sem er dreginn fyrir dóm vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Rússar hafa hótað því að skrúfa fyrir gasflutninga til Finnlands, eftir að forseti og forsætisráðherra Finna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu Finna nauðsynlega þurfa að ganga í Atlantshafsbandalagið sem allra fyrst. Sendifulltrúi Bandaríkjanna við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir þúsundir Úkraínumanna hafa verið flutta til Rússlands í nokkurs konar „flokkunarstöðvar“, þar sem þeir hafa sætt „harkalegum yfirheyrslum“. Þriggja daga fundur utanríkis- og landbúnaðarráðherra G7-ríkjanna stendur nú yfir í Þýskalandi, þar sem umræðuefnið eru aðgerðir til að koma mikilvægum kornvörum frá Úkraínu. Sendiráð Rússlands í Lettlandi hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að aflétta vernd sovéskra minnisvarða. Rússar segja um að ræða sviksamlega og óréttlætanlega ákvörðun, sem sé hvorki byggð á siðferðilegum né löglegum forsendum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira