Vaktin: Framtíðin velti á því að stríðið verði sem styst Hólmfríður Gísladóttir, Kjartan Kjartansson, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 13. maí 2022 21:30 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir Vladimir Pútín Rússlandsforseta vera að niðurlægja sjálfan sig á hinu alþjóðlega sviði og að tryggja verði að ósigur hans í Úkraínu verði með þeim hætti að hann hagnist ekki á yfirgangssemi sinni. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, segir að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Réttarhöld hefjast í dag yfir hinum 21 árs Vadim Shysimarin, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 62 ára mann í þorpinu Chupakhivka hinn 28. febrúar sl. Shysmarin er fyrsti rússneski hermaðurinn sem er dreginn fyrir dóm vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Rússar hafa hótað því að skrúfa fyrir gasflutninga til Finnlands, eftir að forseti og forsætisráðherra Finna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu Finna nauðsynlega þurfa að ganga í Atlantshafsbandalagið sem allra fyrst. Sendifulltrúi Bandaríkjanna við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir þúsundir Úkraínumanna hafa verið flutta til Rússlands í nokkurs konar „flokkunarstöðvar“, þar sem þeir hafa sætt „harkalegum yfirheyrslum“. Þriggja daga fundur utanríkis- og landbúnaðarráðherra G7-ríkjanna stendur nú yfir í Þýskalandi, þar sem umræðuefnið eru aðgerðir til að koma mikilvægum kornvörum frá Úkraínu. Sendiráð Rússlands í Lettlandi hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að aflétta vernd sovéskra minnisvarða. Rússar segja um að ræða sviksamlega og óréttlætanlega ákvörðun, sem sé hvorki byggð á siðferðilegum né löglegum forsendum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu hers Úkraínu, segir að vendipunktur verði í stríðinu við Rússa í ágúst og að því verði lokið fyrir árslok. Réttarhöld hefjast í dag yfir hinum 21 árs Vadim Shysimarin, sem hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt 62 ára mann í þorpinu Chupakhivka hinn 28. febrúar sl. Shysmarin er fyrsti rússneski hermaðurinn sem er dreginn fyrir dóm vegna stríðsglæpa í Úkraínu. Rússar hafa hótað því að skrúfa fyrir gasflutninga til Finnlands, eftir að forseti og forsætisráðherra Finna sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu Finna nauðsynlega þurfa að ganga í Atlantshafsbandalagið sem allra fyrst. Sendifulltrúi Bandaríkjanna við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir þúsundir Úkraínumanna hafa verið flutta til Rússlands í nokkurs konar „flokkunarstöðvar“, þar sem þeir hafa sætt „harkalegum yfirheyrslum“. Þriggja daga fundur utanríkis- og landbúnaðarráðherra G7-ríkjanna stendur nú yfir í Þýskalandi, þar sem umræðuefnið eru aðgerðir til að koma mikilvægum kornvörum frá Úkraínu. Sendiráð Rússlands í Lettlandi hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að aflétta vernd sovéskra minnisvarða. Rússar segja um að ræða sviksamlega og óréttlætanlega ákvörðun, sem sé hvorki byggð á siðferðilegum né löglegum forsendum. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira