Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2022 12:37 Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. Núverandi meirihlutaflokkar fengu samtals tíu borgarfulltrúa en tólf þarf til þess að mynda meirihluta. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Á meðan bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum en er engu að síður stærstur með sex fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, lýsti vonbrigðum með að Samfylkingin hefði ekki haldið sínu í borginni og meirihlutinn þannig haldið. Í viðtali í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu benti hann þó á að flokkar sem styðja borgarlínu og græna framþróun borgarinnar hafi fengið yfir 60% stuðning en þeir sem eru á móti henni hafi horfið eða verið langt undir 30% fylgi. Spurður út í hvort að Samfylkingin gæti myndað nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum og Pírötum sagði Dagur að eðlilegt væri að fráfarandi meirihlutaflokkar byrjuðu á að fara yfir stöðuna í sameiningu og stilltu saman strengi áður en næstu skref yrðu stigin. „Meirihlutaflokkarnir hafa auðvitað unnið mjög vel saman á umliðnu kjörtímabili og hvergi skuggi fallið á,“ sagði Dagur. Í sama streng tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Þetta verður allt að koma í ljós en eins og Dagur sagði þá held ég að það sé gott að meirihlutaflokkarnir stilli svolítið saman strengi sína. Við höfum staðið mjög vel saman að þessum mikilvægu grænu málum,“ sagði Dóra Björt. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata.Vísir/Stöð 2 Gefur aðeins loðin svör að svo stöddu Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var ánægður með úrslitin. Hann sagðist ætla að taka daginn í að melta stöðuna áður en samtöl við oddvita hinna flokkanna í borgarstjórn hæfust. „Ræða málefnin og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Einar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist eiga auðvelt með að sjá flokkinn í meirihluta. Stór hluti kjósenda í Reykjavík hafi kallað eftir breytingum með atkvæði sínu. „Ég vona að hér á næsta dögum verði hægt að mynda meirihluta um breyttar áherslu í Reykjavík,“ sagði hún. Hafnaði Hildur því að hún þyrfti að vinna með Samfylkingunni til að komast í meirihluta. „Alls ekki, það eru ýmsar myndir í kortunum sem er eftir að raða upp en ég get ekki gefið neitt nema loðin svör á þessu stigi málsins,“ sagði Hildur. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Vinstri græn Viðreisn Píratar Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Núverandi meirihlutaflokkar fengu samtals tíu borgarfulltrúa en tólf þarf til þess að mynda meirihluta. Samfylkingin tapaði tveimur fulltrúum og Viðreisn einum. Á meðan bætti Framsóknarflokkurinn við sig fjórum mönnum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tveimur borgarfulltrúum en er engu að síður stærstur með sex fulltrúa. Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, lýsti vonbrigðum með að Samfylkingin hefði ekki haldið sínu í borginni og meirihlutinn þannig haldið. Í viðtali í aukafréttatíma á Stöð 2 í hádeginu benti hann þó á að flokkar sem styðja borgarlínu og græna framþróun borgarinnar hafi fengið yfir 60% stuðning en þeir sem eru á móti henni hafi horfið eða verið langt undir 30% fylgi. Spurður út í hvort að Samfylkingin gæti myndað nýjan meirihluta með Framsóknarflokknum og Pírötum sagði Dagur að eðlilegt væri að fráfarandi meirihlutaflokkar byrjuðu á að fara yfir stöðuna í sameiningu og stilltu saman strengi áður en næstu skref yrðu stigin. „Meirihlutaflokkarnir hafa auðvitað unnið mjög vel saman á umliðnu kjörtímabili og hvergi skuggi fallið á,“ sagði Dagur. Í sama streng tók Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. „Þetta verður allt að koma í ljós en eins og Dagur sagði þá held ég að það sé gott að meirihlutaflokkarnir stilli svolítið saman strengi sína. Við höfum staðið mjög vel saman að þessum mikilvægu grænu málum,“ sagði Dóra Björt. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata.Vísir/Stöð 2 Gefur aðeins loðin svör að svo stöddu Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var ánægður með úrslitin. Hann sagðist ætla að taka daginn í að melta stöðuna áður en samtöl við oddvita hinna flokkanna í borgarstjórn hæfust. „Ræða málefnin og sjá hvert það leiðir okkur,“ sagði Einar. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagðist eiga auðvelt með að sjá flokkinn í meirihluta. Stór hluti kjósenda í Reykjavík hafi kallað eftir breytingum með atkvæði sínu. „Ég vona að hér á næsta dögum verði hægt að mynda meirihluta um breyttar áherslu í Reykjavík,“ sagði hún. Hafnaði Hildur því að hún þyrfti að vinna með Samfylkingunni til að komast í meirihluta. „Alls ekki, það eru ýmsar myndir í kortunum sem er eftir að raða upp en ég get ekki gefið neitt nema loðin svör á þessu stigi málsins,“ sagði Hildur.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Vinstri græn Viðreisn Píratar Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02
Afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi Hik í uppbyggingu í samgöngumálum og afturhvarf til bílisma í Reykjavík yrðu hryllileg tíðindi fyrir metnað Íslendinga í loftslagsmálum, að sögn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ráðherra Sjálfstæðisflokks segir úrslitin í Reykjavík kröfu um breytingar. 15. maí 2022 11:35
Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00