Lögregla frá þremur löndum leitar morðingja saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 14:56 Lögreglumenn við inngang hótels í Barú í Kólumbíu þar sem Marcelo Pecci var skotinn til bana. Hann hafði lífverði í Paragvæ en skildi þá eftir heima í brúðkaupsferðinni. Vísir/EPA Líklegt er talið að paragvæskur saksóknari sem var skotinn til bana í Kólumbíu á þriðjudag hafi verið myrtur vegna baráttu hans gegn glæpum. Lögreglumenn frá Kólumbíu, Paragvæ og Bandaríkjunum leita nú morðingja hans. Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið. Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Marcelo Pecci, saksóknari sem sérhæfði sig í skipulagðri glæpastarfsemi, var skotinn til bana á ferðamannaströnd í Kólumbíu á þriðjudag. Hann var 45 ára gamall og var þar í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni. Hún hafði tilkynnt að hún væri með barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en Pecci var myrtur. Fulltrúa bandarísku fíkniefnaalríkislögreglunnar (DEA) og alríkislögreglunnar (FBI) hjálpa nú kollegum sínum frá Paragvæ og Kólumbíu að rannsaka morðið og leita morðinganna. Eiginkona Pecci lýsti því að tveir menn hafi komið siglandi á litlum bát eða sæþotu og annar þeirra skotið hann orðalaust. Kólumbíska lögreglan hefur birt óskýra mynd og teikningu af öðrum tilræðismannanna og heitið hálfri milljón Bandaríkjadollara, jafnvirði meira en 67 milljóna króna, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tilgáta lögreglunnar er að morðið hafi tengst stóru máli sem Pecci vann að í heimalandi sínu en það er sagt stærsta kókaínsmygl- og peningaþvættismál sem komið hefur upp þar. Yfirvöld brutu þar á bak aftur fíkniefnahring sem smyglaði kókaíni frá Kólumbíu og Bólivíu til Evrópu í gegnum Paragvæ. Tók Pecci meðal annars þátt í að leggja hald á eignir að andvirði hundruð milljóna dollara. Tugir manna voru handteknir í tengslum við málið.
Paragvæ Kólumbía Bandaríkin Tengdar fréttir Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Saksóknari myrtur í brúðkaupsferðinni sinni Paragvæskur saksóknari sem var þekktur fyrir baráttu sína gegn skipulögðum glæpasamtökum var skotinn til bana í brúðkaupsferð sinni á ferðamannaströnd í Kólumbíu. Eiginkona hans hafði tilkynnt að hún ætti von á barni aðeins nokkrum klukkustundum áður en hann var myrtur. 11. maí 2022 11:01