Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sendi borgarstjóra Oslóar samúðarkveðjur

Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, sendi Marianne Borgen, borgarstjóra Oslóar og íbúum borgarinnar samúðarkveðjur vegna skotárásinnar þar í gær. Tveir létust í árásinni sem hófst fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks.

Neitar að láta yfir­heyra sig nema lög­regla birti upp­tökuna

Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum.

Búa sig undir slag um þungunar­rof­spillu

Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum.

Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar

Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins.

Sprengdu íbúðarblokkir í Kænugarði

Rússar vörpuðu sprengum á að minnsta kosti tvær íbúðarblokkir í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, eldsnemma í morgun. Borgarstjóri Kænugarðs segir að sjö ára gamalli stúlku hafi verið bjargað úr rústunum.

Réðst á stúlkur og reyndi að ræna þær

Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í gærkvöldi. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en stúlkurnar náðu að komast undan til foreldra sinna.

Nettó-ræninginn handtekinn eftir eltingaleik

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem réðst á kassastarfsmann og stal peningum úr verslun Nettó í Lágmúla eftir að hafa veitt honum eftirför í gærkvöldi. Ræninginn stakk af á bíl og ók meðal annars á aðra bíla og á móti umferð.

Óttast að hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst

Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu.

Telja árásina hryðjuverk íslamista

Norska leyniþjónustan PST lítur á skotárás sem kostaði tvö mannslíf í miðborg Oslóar í nótt sem hryðjuverk öfgafulls íslamista. Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkahættu var hækkað í kjölfar árásarinnar.

Sjá meira