Vilja taka skýrslu af varaforseta Trump Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 08:33 Æstur múgur stuðningsmanna Donalds Trump hrópaði meðal annars slagorð um að hengja Mike Pence þegar hann réðst á Bandaríkjaþing 6. janúar árið 2021. Trump hafði egnt fólkið gegn varaforseta sínum með því að telja því ranglega trú um að Pence hefði völd til þess að stöðva staðfestingu kosningaúrslitanna. Getty/Saul Loeb Bandaríska dómsmálaráðuneytið vill taka vitnaskýrslu af Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, í tengslum við sakamálarannsókn á tilraunum Donalds Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Pence er sagður opinn fyrir því að gefa skýrslu. Nokkrum fjölda háttsettra embættismanna í stjórn Trump hefur verið stefnt til þess að gefa skýrslu í rannsókninni sem beinist að tilraunum fyrrverandi forsetans og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna, meðal annars með ráðabruggi um að senda Bandaríkjaþingi rangar upplýsingar um kjörmenn lykilríkja sem Trump tapaði. Pence hefur ekki viljað ræða við þverpólitíska nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra en hann er sagður líta rannsókn ráðuneytisins öðrum augum. Að sögn New York Times gæti það þó tekið fleiri mánuði að fá Pence til þess að gefa skýrslu um það sem hann varð vitni að fyrir og eftir kosningarnar þar sem Trump gæti beitt ýmsum brögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Trump hefur þannig áður reynt að koma í veg fyrir að nánustu ráðgjafar Pence gæfu skýrslu á þeim forsendum að þeir væru bundnir trúnaði gagnvart forseta. Honum hefur ekki tekist að stöðva þær skýrslutökur en hins vegar hefur það hægt verulega á rannsókninni. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýlega sérstakan rannsakanda yfir rannsókninni á tilraunum Trump til að sitja áfram sem forseti og leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embættinu. Það gerði hann eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024. Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Nokkrum fjölda háttsettra embættismanna í stjórn Trump hefur verið stefnt til þess að gefa skýrslu í rannsókninni sem beinist að tilraunum fyrrverandi forsetans og bandamanna hans til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna, meðal annars með ráðabruggi um að senda Bandaríkjaþingi rangar upplýsingar um kjörmenn lykilríkja sem Trump tapaði. Pence hefur ekki viljað ræða við þverpólitíska nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra en hann er sagður líta rannsókn ráðuneytisins öðrum augum. Að sögn New York Times gæti það þó tekið fleiri mánuði að fá Pence til þess að gefa skýrslu um það sem hann varð vitni að fyrir og eftir kosningarnar þar sem Trump gæti beitt ýmsum brögðum til þess að reyna að koma í veg fyrir það. Trump hefur þannig áður reynt að koma í veg fyrir að nánustu ráðgjafar Pence gæfu skýrslu á þeim forsendum að þeir væru bundnir trúnaði gagnvart forseta. Honum hefur ekki tekist að stöðva þær skýrslutökur en hins vegar hefur það hægt verulega á rannsókninni. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, skipaði nýlega sérstakan rannsakanda yfir rannsókninni á tilraunum Trump til að sitja áfram sem forseti og leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embættinu. Það gerði hann eftir að Trump lýsti yfir framboði til forseta árið 2024.
Donald Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. 16. nóvember 2022 06:37