Ein forystukvenna mæðranna á Maítorgi látin Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2022 11:59 Tveir synir Hebe de Bonafini hurfu í tíð herforingjastjórnarinnar og aldrei spurðist til þeirra aftur. Hún tók höndum saman við hóp mæðra í sömu stöðu og hóf vikuleg mótmæli sem vöktu heimsathygli. AP/Jorge Saenz Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. Hebe de Bonafini var ein þrettán kvenna sem hófu vikuleg mótmæli á Maítorgi fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires til þess að krefjast þess að herforingjastjórnin skilaði börnum þeirra sem öryggissveitir höfðu numið á brott í maí árið 1977. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Tveir synir Bonafini fundust aldrei og eru taldir hafa verið myrtir af stjórnvöldum. Öryggissveitir tvístruðu fyrstu mótmælunum og rændu og myrtu Azucenu Villaflor, fyrsta leiðtoga þeirra, Þrátt fyrir það óx mótmælunum ásmegin. Konurnar tóku upp á því að vefja taubleyjum um höfuðið til merkis um horfin börn þeirra og hvítir klútar urðu að einkennistákni hreyfingarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alberto Fernández, forseti Argentínu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Bonafini sem hann lýsti sem baráttukonu sem unni sér aldrei hvíldar. Bonafini var þó ekki óumdeild. Eftir að herforingjastjórnin lagði upp laupana árið 1983 héldu mótmælin áfram og var hún í fararbroddi róttækari hreyfingar sem barðist fyrir kerfisbreytingum. Hún lýsti meðal annars yfir ánægju með hryðjuverkin í New York árið 2001 vegna hernaðaraðgerða vesturlanda. Þá sagði hún að Jóhannes Páll páfi annar færi til helvítis þar sem hann væri bersyndugur. Argentína Mannréttindi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hebe de Bonafini var ein þrettán kvenna sem hófu vikuleg mótmæli á Maítorgi fyrir utan forsetahöllina í Buenos Aires til þess að krefjast þess að herforingjastjórnin skilaði börnum þeirra sem öryggissveitir höfðu numið á brott í maí árið 1977. Áætlað er að um 30.000 manns hafi verið myrtir eða látnir hverfa í tíð herforingjastjórnarinnar á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Tveir synir Bonafini fundust aldrei og eru taldir hafa verið myrtir af stjórnvöldum. Öryggissveitir tvístruðu fyrstu mótmælunum og rændu og myrtu Azucenu Villaflor, fyrsta leiðtoga þeirra, Þrátt fyrir það óx mótmælunum ásmegin. Konurnar tóku upp á því að vefja taubleyjum um höfuðið til merkis um horfin börn þeirra og hvítir klútar urðu að einkennistákni hreyfingarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alberto Fernández, forseti Argentínu, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauða Bonafini sem hann lýsti sem baráttukonu sem unni sér aldrei hvíldar. Bonafini var þó ekki óumdeild. Eftir að herforingjastjórnin lagði upp laupana árið 1983 héldu mótmælin áfram og var hún í fararbroddi róttækari hreyfingar sem barðist fyrir kerfisbreytingum. Hún lýsti meðal annars yfir ánægju með hryðjuverkin í New York árið 2001 vegna hernaðaraðgerða vesturlanda. Þá sagði hún að Jóhannes Páll páfi annar færi til helvítis þar sem hann væri bersyndugur.
Argentína Mannréttindi Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira