Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Niður­læging þing­for­seta­efnis repúblikana hélt á­fram

Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn.

Kaldasti desember á landinu í hálfa öld

Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi.

Gæti sést til hala­­stjörnu með berum augum frá Ís­landi

Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram.

Út­farar­stjóri dæmdur fyrir að selja líkams­hluta

Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm.

Geim­fari úr fyrsta mannaða Apollo-leið­angrinum látinn

Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað.

Mann­skæður skot­bar­dagi eftir flótta úr fangelsi

Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið.

Þúsundir hita­meta slegin í Evrópu yfir ára­mótin

Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum.

Taka aftur upp fjár­svika­mál gegn lyga­þing­manninum

Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos.

Sjá meira