Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 18:07 Mariia Alekhina á tónleikum með Pussy Riot í Sviss í fyrra. Vísir/EPA Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. Alekhina, sem er 35 ára gömul, kom til landsins eftir lygilegan flótta frá Rússlandi í fyrra. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson er sagður hafa sannfært ónefnt Evrópuríki að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast beint til Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Shtein, sem er 26 ára gömul, komst einnig frá Rússlandi á ævintýralegan hátt í fyrra. Hún sagði breska blaðinu The Guardian að hún hafi dulbúið sig sem matarsendil til þess að flýja úr stofufangelsi í Moskvu. Lucy Shtein (lengst til vinstri) á blaðamannafundi í Portúgal í fyrra. Við hlið hennar er Alekhina og tvær aðrar liðskonur Pussy Riot.Vísir/EPA Pussy Riot vakti heimsathygli þegar liðsmenn hennar trufluðu messu í Kristkirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Alekhina var ein þriggja meðlima hópsins sem var handtekin og síðar dæmd fyrir „skrílslæti sem byggðust á trúarhatri“. Á undanförnum misserum hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sett aukna hörku í að bæla niður allt andóf í Rússlandi. Alekhina sagði New York Times í fyrra að hún hefði talið að nú væri tími til kominn að flýja land. Fólk af ellefu þjóðernum Alls eru átján af ellefu þjóðernum á listanum sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. Auk Alekhinu eru fjórir Rússar á listanum. Þeim til viðbótar eru tveir Íranar, tveir Indverjar, tveir Bretar, Skoti, Taílendingur, Ísraeli, Filippseyingur, Ítali, Ganverji og Bandaríkjamaður á listanum. Sá yngsti á listanum er fimmtán ára en sá elsti sjötíu og fimm ára. Uppfært 20:23 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði aðeins að ein liðskona Pussy Riot væri á lista allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Mariia Alekhina. Upplýsingum um Lucy Shtein var bætt við fréttina. Andóf Pussy Riot Rússland Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Alekhina, sem er 35 ára gömul, kom til landsins eftir lygilegan flótta frá Rússlandi í fyrra. Íslenski listamaðurinn Ragnar Kjartansson er sagður hafa sannfært ónefnt Evrópuríki að útvega henni vegabréf sem gerði henni kleift að komast beint til Litháen frá Hvíta-Rússlandi. Shtein, sem er 26 ára gömul, komst einnig frá Rússlandi á ævintýralegan hátt í fyrra. Hún sagði breska blaðinu The Guardian að hún hafi dulbúið sig sem matarsendil til þess að flýja úr stofufangelsi í Moskvu. Lucy Shtein (lengst til vinstri) á blaðamannafundi í Portúgal í fyrra. Við hlið hennar er Alekhina og tvær aðrar liðskonur Pussy Riot.Vísir/EPA Pussy Riot vakti heimsathygli þegar liðsmenn hennar trufluðu messu í Kristkirkjunni í Moskvu með gjörningi árið 2012. Alekhina var ein þriggja meðlima hópsins sem var handtekin og síðar dæmd fyrir „skrílslæti sem byggðust á trúarhatri“. Á undanförnum misserum hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti sett aukna hörku í að bæla niður allt andóf í Rússlandi. Alekhina sagði New York Times í fyrra að hún hefði talið að nú væri tími til kominn að flýja land. Fólk af ellefu þjóðernum Alls eru átján af ellefu þjóðernum á listanum sem allsherjar- og menntamálanefnd leggur til að fái ríkisborgararétt. Auk Alekhinu eru fjórir Rússar á listanum. Þeim til viðbótar eru tveir Íranar, tveir Indverjar, tveir Bretar, Skoti, Taílendingur, Ísraeli, Filippseyingur, Ítali, Ganverji og Bandaríkjamaður á listanum. Sá yngsti á listanum er fimmtán ára en sá elsti sjötíu og fimm ára. Uppfært 20:23 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði aðeins að ein liðskona Pussy Riot væri á lista allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, Mariia Alekhina. Upplýsingum um Lucy Shtein var bætt við fréttina.
Andóf Pussy Riot Rússland Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira