Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 21:38 Tucker Carlson var vinsælasti þáttastjórnandi Fox News en var látinn fara í kjölfar vandræðalegra uppljóstrana. AP/Seth Wenig Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. Fox News rak Carlson skyndilega án skýringa 24. apríl. Brottreksturinn kom fast á hæla hundruð milljóna dollara sáttar sem Fox gerði utan dóms við Dominion, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar. Dominion stefndi Fox New vegna meiðyrða í tengslum við stoðlausar samsæriskenningar um forsetakosningarnar 2020. Ákvörðunin um að reka Carlson var tekin þrátt fyrir að þáttur hans væri sá langvinsælasti í bandarísku sjónvarpi. Carlson tilkynnti um endurkomu sína í myndbandi sem birtist á Twitter. Í því sagði hann að stóru fjölmiðlarnir væru lítt duldar áróðursvélar og að Twitter væri í raun eini stóri vettvangurinn þar sem tjáningarfrelsið lifði. Boðaði hann „nýja útgáfu“ af þættinum sem hann stýrði á Fox News um rúmlega sex ára skeið. Útskýrði hann ekki frekar sniðið á þættinum eða hvort að Twitter hefði formlega aðkomu að þeim. We re back. pic.twitter.com/sG5t9gr60O— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) May 9, 2023 AP-fréttastofan segir óljóst hvað tíðindi þýða fyrir samning Carlson við Fox. Venjulega sé ákvæði í samningum sem þessum um að þáttastjórnandi megi ekki taka að sér sambærilegt starf annars staðar strax eftir starfslok. Fulltrúar Fox svöruðu ekki fyrirspurnum strax. Básúnar hægriöfgasamsæriskenningum Carlson er utarlega á hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Hann hefur meðal annars sagt í þætti sínum að innflytjendur gerðu Bandaríkin „skítugri“ og endurómað hægriöfgasamsæriskenningu um að frjálslynd stjórnmálaöfl í heiminum vinni að því að „skipta út“ hvítum fólki fyrir innflytjendur af öðrum kynþáttum og þjóðarbrotum. Það sem felldi Carlson hjá Fox News voru þó ekki rasísk ummæli af borð við þessu heldur vandræðalegar uppljóstranir upp úr persónulegum samskiptum hans sem Dominon fékk afhent í tengslum við málaferlin gegn Fox. Í skilaboðunum talaði Carlson illa um yfirmenn sína hjá Fox og ýmsa viðmælendur sem hann þóttist engu að síður taka mark á þegar myndavélarnar voru í gangi. New York Times sagði fyrir skemmstu frá skilaboðum Carlson til framleiðanda þar sem hann talaði um myndband af þremur stuðningsmönnum Donalds Trump berja ungan andfasista. Hann hafi upplifað að hann vildi sjá mennina drepa unga manninn þrátt fyrir að það væri að hans mati ekki reisn yfir því að þrír réðust á einn. „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást,“ skrifaði Carlson. Til að bæta gráu ofan á svart stefndi fyrrverandi framleiðandi þáttarins Fox vegna meints kvenhaturs á vinnustaðnum. Konan lýsti því að Carlson og starfsmenn hans hefðu ítrekað haft uppi kynferðislegar athugasemdir um konur. Mikið hefur gustað um Twitter eftir að Elon Musk gekk frá kaupum á samfélagsmiðlarisanum í október síðastliðinn.EPA Twitter þokast í hægri átt Frá því að Elon Musk, suðurafrískættaði auðkýfingurinn, festi kaup á Twitter í fyrra hefur hann hleypt fjölda notenda sem voru bannaðir fyrir alls kyns brot á notendaskilmálum eins og hatursorðræðu og upplýsingafals aftur á miðilinn. Þrátt fyrir að Musk sjálfur haldi því fram að hann sé miðjumaður í stjórnmálum hefur hann um margra mánaða tímabil verið virkur í samskiptum við hægrijaðarfígúrur á Twitter, tekið undir og deilt tístum þeirra og brugðist hratt við umkvörtunum. Í kjölfar skotárásar í Allen í Texas um helgina þar sem vopnaður maður skaut átta manns til bana með árásarriffli hefur Musk deilt ýmiss konar upplýsingafalsi. Sterkar vísbendingar eru um að fjöldamorðinginn hafi aðhyllst hægriöfgar og hvíta þjóðernishyggju. Musk hefur gefið í skyn að árásin hafi verið einhvers konar sálfræðihernaður dulinna afla sem fjölmiðlar taki þátt í með umfjöllun sinni. Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. 24. apríl 2023 16:00 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fox News rak Carlson skyndilega án skýringa 24. apríl. Brottreksturinn kom fast á hæla hundruð milljóna dollara sáttar sem Fox gerði utan dóms við Dominion, fyrirtæki sem framleiðir kosningavélar. Dominion stefndi Fox New vegna meiðyrða í tengslum við stoðlausar samsæriskenningar um forsetakosningarnar 2020. Ákvörðunin um að reka Carlson var tekin þrátt fyrir að þáttur hans væri sá langvinsælasti í bandarísku sjónvarpi. Carlson tilkynnti um endurkomu sína í myndbandi sem birtist á Twitter. Í því sagði hann að stóru fjölmiðlarnir væru lítt duldar áróðursvélar og að Twitter væri í raun eini stóri vettvangurinn þar sem tjáningarfrelsið lifði. Boðaði hann „nýja útgáfu“ af þættinum sem hann stýrði á Fox News um rúmlega sex ára skeið. Útskýrði hann ekki frekar sniðið á þættinum eða hvort að Twitter hefði formlega aðkomu að þeim. We re back. pic.twitter.com/sG5t9gr60O— Tucker Carlson (@TuckerCarlson) May 9, 2023 AP-fréttastofan segir óljóst hvað tíðindi þýða fyrir samning Carlson við Fox. Venjulega sé ákvæði í samningum sem þessum um að þáttastjórnandi megi ekki taka að sér sambærilegt starf annars staðar strax eftir starfslok. Fulltrúar Fox svöruðu ekki fyrirspurnum strax. Básúnar hægriöfgasamsæriskenningum Carlson er utarlega á hægri jaðri bandarískra stjórnmála. Hann hefur meðal annars sagt í þætti sínum að innflytjendur gerðu Bandaríkin „skítugri“ og endurómað hægriöfgasamsæriskenningu um að frjálslynd stjórnmálaöfl í heiminum vinni að því að „skipta út“ hvítum fólki fyrir innflytjendur af öðrum kynþáttum og þjóðarbrotum. Það sem felldi Carlson hjá Fox News voru þó ekki rasísk ummæli af borð við þessu heldur vandræðalegar uppljóstranir upp úr persónulegum samskiptum hans sem Dominon fékk afhent í tengslum við málaferlin gegn Fox. Í skilaboðunum talaði Carlson illa um yfirmenn sína hjá Fox og ýmsa viðmælendur sem hann þóttist engu að síður taka mark á þegar myndavélarnar voru í gangi. New York Times sagði fyrir skemmstu frá skilaboðum Carlson til framleiðanda þar sem hann talaði um myndband af þremur stuðningsmönnum Donalds Trump berja ungan andfasista. Hann hafi upplifað að hann vildi sjá mennina drepa unga manninn þrátt fyrir að það væri að hans mati ekki reisn yfir því að þrír réðust á einn. „Það er ekki þannig sem hvítir menn slást,“ skrifaði Carlson. Til að bæta gráu ofan á svart stefndi fyrrverandi framleiðandi þáttarins Fox vegna meints kvenhaturs á vinnustaðnum. Konan lýsti því að Carlson og starfsmenn hans hefðu ítrekað haft uppi kynferðislegar athugasemdir um konur. Mikið hefur gustað um Twitter eftir að Elon Musk gekk frá kaupum á samfélagsmiðlarisanum í október síðastliðinn.EPA Twitter þokast í hægri átt Frá því að Elon Musk, suðurafrískættaði auðkýfingurinn, festi kaup á Twitter í fyrra hefur hann hleypt fjölda notenda sem voru bannaðir fyrir alls kyns brot á notendaskilmálum eins og hatursorðræðu og upplýsingafals aftur á miðilinn. Þrátt fyrir að Musk sjálfur haldi því fram að hann sé miðjumaður í stjórnmálum hefur hann um margra mánaða tímabil verið virkur í samskiptum við hægrijaðarfígúrur á Twitter, tekið undir og deilt tístum þeirra og brugðist hratt við umkvörtunum. Í kjölfar skotárásar í Allen í Texas um helgina þar sem vopnaður maður skaut átta manns til bana með árásarriffli hefur Musk deilt ýmiss konar upplýsingafalsi. Sterkar vísbendingar eru um að fjöldamorðinginn hafi aðhyllst hægriöfgar og hvíta þjóðernishyggju. Musk hefur gefið í skyn að árásin hafi verið einhvers konar sálfræðihernaður dulinna afla sem fjölmiðlar taki þátt í með umfjöllun sinni.
Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. 24. apríl 2023 16:00 Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tucker Carlson hættur hjá Fox News Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson, einn sá vinsælasti í sínu fagi í Bandaríkjunum, hefur lokið störfum hjá Fox News. BBC greinir frá og vísar til stuttrar tilkynningar frá Fox sjónvarpsstöðinni. 24. apríl 2023 16:00
Carlson stígur fram og tjáir sig... en samt ekki Sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson, sem var látinn fara frá Fox News á mánudag, birti í nótt myndskeið á Twitter þar sem hann boðar mögulega endurkomu sína. 27. apríl 2023 07:19