Lygni þingmaðurinn ákærður Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2023 22:28 George Santos við þingsetningu í byrjun árs. Hann afsalaði sér fljótt nefndarstörfum sem honum höfðu verið falin. EPA/Jim Lo Scalzo Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. CNN-fréttastöðin segist hafa fyrir því heimildir að Santos gæti verið dreginn fyrir alríkisdómara í New York strax á morgun. Þar verði trúnaði um ákæruefnið aflétt. Ekki er ljóst fyrir hvað Santos er ákærður en alríkislögreglan og alríkissaksóknarar hafa rannsakað meintar lygar um fjárreiður framboðs þingmannsins og fleira. Lögmaður Santos og fulltrúar saksóknara, ráðuneytis og FBI vildu ekki tjá sig um málið. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í þingdeildinni, sagðist ætla að kynna sér ákæruefnið áður en hann tæki ákvörðun um hvort að Santos yrði vísað af þingi. Santos var einn fjögurra frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem náðu að fella sitjandi þingmenn demókrata í þingkosningunum síðasta haust. Kosningabarátta hans rataði ekki landsfréttirnar á meðan á henni stóð. Eftir kosningarnar afhjúpaði New York Times að Santos hefði sagt rangt frá starfsferli sínum, menntun og ýmsu fleira. Síðan þá hefur Santos verið sakaður um að brjóta lög um fjármál stjórnmálaframboða, stela fé sem átti að renna í góðgerðastarf fyrir hunda uppgjafarhermanna og greiðslukortasvindl. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
CNN-fréttastöðin segist hafa fyrir því heimildir að Santos gæti verið dreginn fyrir alríkisdómara í New York strax á morgun. Þar verði trúnaði um ákæruefnið aflétt. Ekki er ljóst fyrir hvað Santos er ákærður en alríkislögreglan og alríkissaksóknarar hafa rannsakað meintar lygar um fjárreiður framboðs þingmannsins og fleira. Lögmaður Santos og fulltrúar saksóknara, ráðuneytis og FBI vildu ekki tjá sig um málið. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar og leiðtogi repúblikana í þingdeildinni, sagðist ætla að kynna sér ákæruefnið áður en hann tæki ákvörðun um hvort að Santos yrði vísað af þingi. Santos var einn fjögurra frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem náðu að fella sitjandi þingmenn demókrata í þingkosningunum síðasta haust. Kosningabarátta hans rataði ekki landsfréttirnar á meðan á henni stóð. Eftir kosningarnar afhjúpaði New York Times að Santos hefði sagt rangt frá starfsferli sínum, menntun og ýmsu fleira. Síðan þá hefur Santos verið sakaður um að brjóta lög um fjármál stjórnmálaframboða, stela fé sem átti að renna í góðgerðastarf fyrir hunda uppgjafarhermanna og greiðslukortasvindl.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Sjá meira
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17
Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn. 18. janúar 2023 21:53