Byssumaðurinn sagður hafa aðhyllst hvíta öfgahyggju Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2023 23:09 Viðskiptavinir verslunarmiðstöðvarinnar ganga með hendur á lofti fram hjá lögreglubíl eftir að vopnaður maður skaut átta manns til bana í Allen í Texas á laugardag. AP/LM Otero Samfélagsmiðlanotkun karlmanns sem skaut átta manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Allen í Texas um helgina bendir til þess að hann hafi aðhyllst hvíta þjóðernishyggju og nýnasisma. Hann er meðal annars sagður hafa kennt sig við hægrisinnaðar dauðasveitir á herklæðum sínum. Lögreglumenn skutu Mauricio Garcia, 33 ára gamlan karlmann, til bana en ekki áður en hann hafði náð slátra átta saklausum borgurum með AR-15 árásarriffli á laugardag. Yngsta fórnarlambið var fimm ára en það elsta 61 árs. Talið er að fleiri en eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Sjö aðrir eru sárir. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hvað morðingjanum gekk til. AP-fréttastofan segir að þau kanni þó hvort hann hafi sýnt málstað hvítra þjóðernissinna áhuga. Þau hafi AP þegar rætt við ættingja og kunningja Garcia og spurt þá út í hugmyndafræði hans. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar grafið upp samfélagsmiðlareikninga sem passa við Garcia. NBC-sjónvarpsstöðin segir að rannsóknarlögreglumenn hafi fundið færslur þar sem Garcia hataðist við kynþátta- og þjóðernisminnihluta. New York Times segir að Garcia hafi lofað Adolf Hitler og lýst stuðningi við nýnasisma á rússneska samfélagsmiðlinum OK.RU þar sem nær engin ritstýring er. Þar hafi Garcia spúið hatri um svarta og konur. Garcia var klæddur herklæðum í árásinni. Á þeim var leppur með skammstöfuninni „RWDS“ sem stendur fyrir „hægrisinnuð dauðasveit“ (e. Right Wing Death Squad) á ensku. Hugtakið er sagt vinsælt á meðal hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna. Það vísar til dauðasveita herforingjastjórnar Augusto Pinochet í Síle á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Pinochet lét myrða þúsundir vinstrimanna, meðal annars með því að varpa þeim út úr flugvélum. Þá segir AP að Garcia hafi verið vikið úr hernum vegna geðrænna vandamála aðeins þremur mánuðum eftir að hann skráði sig árið 2008. Hann hafði þá enn ekki lokið grunnþjálfun. Eitt fjöldamorð með skotvopni á viku Mannskæðar skotárásir eru daglegt blóð í Bandaríkjunum. Tíðni fjöldamorða af þessu tagi það sem af er ári keyrir þó um þverbak. Samkvæmt gagnagrunni AP-fréttastofunnar hefur að meðaltali eitt fjöldamorð með skotvopnum verið framið á viku. Þegar Garcia hóf morðæði sitt var innan við vika frá því að vopnaður maður skaut fimm nágranna sína til bana eftir að þeir báðu hann að hætta að hleypa af byssu sinni á meðan ungbarn svaf í Cleveland í Texas. Á meðal þeirra látnu var ungur drengur og móðir hans á þrítugsaldri. Viðbrögðin við þessari nýjustu skotárás hafa verið stöðluð til þessa. Demókratar krefjast þess að skotvopnalöggjöfin verði hert. Repúblikanar hafna því sem fyrr. Ólíklegt er að áeggjan Joes Biden forseta til repúblikana um að þeir yppti ekki öxlum yfir enn einu fjöldamorðinu breyti nokkru þar um. Ungir mótmælendur með skilti fyrir utan bænastund vegna fjöldamorðsins. Annað þeirra vísar til orða fyrrverandi lögreglumanns sem kom að illa útleiknu líki eins fórnarlamba árásarinnar.AP/LM Otero „Hún var ekki með neitt andlit“ Nokkur umræða hefur geisað um myndbirtingar eftir skotárásir af þessu tagi. Myndbönd og myndir sem virtust vera frá vettvangi í Allen og sýndu illa útleikin lík fórnarlamba eftir kúlur árásarriffilsins fóru víða um samfélagsmiðla í kjölfar árásarinnar. Þau sjónarmið hafa heyrst að fjölmiðlar þurfi að birta slíkar myndir, þrátt fyrir óhugnaðinn, til þess að almenningur átti sig á afleiðingunum. Steven Spainhouser, fyrrverandi lögreglumaður á sjötugsaldri, sem þusti að verslunarmiðstöðinni til þess að finna son sinn sem vinnur þar kom fyrstu að sumum fórnarlambanna. Hann sagði New York Times að hann hefði meðal annars séð unga stúlku sem lá úti í runna. Hún hafi verið í bænarstellingu með höfuðið á milli hnjánna. Hún var ekki með neinn púls. Hann sneri höfðinu á henni til að gá hvort að hún væri með lífsmarki. „Hún var ekki með neitt andlit,“ sagði Spainhouser. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Lögreglumenn skutu Mauricio Garcia, 33 ára gamlan karlmann, til bana en ekki áður en hann hafði náð slátra átta saklausum borgurum með AR-15 árásarriffli á laugardag. Yngsta fórnarlambið var fimm ára en það elsta 61 árs. Talið er að fleiri en eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Sjö aðrir eru sárir. Yfirvöld hafa ekki greint frá því hvað morðingjanum gekk til. AP-fréttastofan segir að þau kanni þó hvort hann hafi sýnt málstað hvítra þjóðernissinna áhuga. Þau hafi AP þegar rætt við ættingja og kunningja Garcia og spurt þá út í hugmyndafræði hans. Bandarískir fjölmiðlar hafa hins vegar grafið upp samfélagsmiðlareikninga sem passa við Garcia. NBC-sjónvarpsstöðin segir að rannsóknarlögreglumenn hafi fundið færslur þar sem Garcia hataðist við kynþátta- og þjóðernisminnihluta. New York Times segir að Garcia hafi lofað Adolf Hitler og lýst stuðningi við nýnasisma á rússneska samfélagsmiðlinum OK.RU þar sem nær engin ritstýring er. Þar hafi Garcia spúið hatri um svarta og konur. Garcia var klæddur herklæðum í árásinni. Á þeim var leppur með skammstöfuninni „RWDS“ sem stendur fyrir „hægrisinnuð dauðasveit“ (e. Right Wing Death Squad) á ensku. Hugtakið er sagt vinsælt á meðal hægriöfgamanna og hvítra þjóðernissinna. Það vísar til dauðasveita herforingjastjórnar Augusto Pinochet í Síle á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Pinochet lét myrða þúsundir vinstrimanna, meðal annars með því að varpa þeim út úr flugvélum. Þá segir AP að Garcia hafi verið vikið úr hernum vegna geðrænna vandamála aðeins þremur mánuðum eftir að hann skráði sig árið 2008. Hann hafði þá enn ekki lokið grunnþjálfun. Eitt fjöldamorð með skotvopni á viku Mannskæðar skotárásir eru daglegt blóð í Bandaríkjunum. Tíðni fjöldamorða af þessu tagi það sem af er ári keyrir þó um þverbak. Samkvæmt gagnagrunni AP-fréttastofunnar hefur að meðaltali eitt fjöldamorð með skotvopnum verið framið á viku. Þegar Garcia hóf morðæði sitt var innan við vika frá því að vopnaður maður skaut fimm nágranna sína til bana eftir að þeir báðu hann að hætta að hleypa af byssu sinni á meðan ungbarn svaf í Cleveland í Texas. Á meðal þeirra látnu var ungur drengur og móðir hans á þrítugsaldri. Viðbrögðin við þessari nýjustu skotárás hafa verið stöðluð til þessa. Demókratar krefjast þess að skotvopnalöggjöfin verði hert. Repúblikanar hafna því sem fyrr. Ólíklegt er að áeggjan Joes Biden forseta til repúblikana um að þeir yppti ekki öxlum yfir enn einu fjöldamorðinu breyti nokkru þar um. Ungir mótmælendur með skilti fyrir utan bænastund vegna fjöldamorðsins. Annað þeirra vísar til orða fyrrverandi lögreglumanns sem kom að illa útleiknu líki eins fórnarlamba árásarinnar.AP/LM Otero „Hún var ekki með neitt andlit“ Nokkur umræða hefur geisað um myndbirtingar eftir skotárásir af þessu tagi. Myndbönd og myndir sem virtust vera frá vettvangi í Allen og sýndu illa útleikin lík fórnarlamba eftir kúlur árásarriffilsins fóru víða um samfélagsmiðla í kjölfar árásarinnar. Þau sjónarmið hafa heyrst að fjölmiðlar þurfi að birta slíkar myndir, þrátt fyrir óhugnaðinn, til þess að almenningur átti sig á afleiðingunum. Steven Spainhouser, fyrrverandi lögreglumaður á sjötugsaldri, sem þusti að verslunarmiðstöðinni til þess að finna son sinn sem vinnur þar kom fyrstu að sumum fórnarlambanna. Hann sagði New York Times að hann hefði meðal annars séð unga stúlku sem lá úti í runna. Hún hafi verið í bænarstellingu með höfuðið á milli hnjánna. Hún var ekki með neinn púls. Hann sneri höfðinu á henni til að gá hvort að hún væri með lífsmarki. „Hún var ekki með neitt andlit,“ sagði Spainhouser.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Missti konu sína og son í skotárás óðs nágranna Wilson Garcia og fjölskylda hans hringdu fimm sinnum eftir aðstoð lögreglu þegar nágranni þeirra í Cleveland í Texas í Bandaríkjunum, neitaði að hætta að skjóta úr byssu í garði sínum. Þeim var tjáð að hjálp væri á leiðinni en stuttu síðar skaut umræddur nágranni fimm manns til bana, þar af konu og son Garcia. 2. maí 2023 21:00