Vændi hefur aukist á Íslandi Vændi er vaxandi starfsemi í uppgangi efnahagslífsins og vegna fjölda ferðamanna. Þetta segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni, en hún heldur utan um ráðstefnuna Þrælahald nútímans í dag sem fjallar um mansal. 14.9.2017 14:22
Vísar orðum forsætisráðherra til föðurhúsanna Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ gagnrýnir stefnuræðu forsætisráðherra og segir viðbrögð stjórnvalda við launahækkunum Kjararáðs hafa sýnt lítinn samstarfsvilja í vinnumarkaðsmálum. 14.9.2017 14:12
Suðurnesjabúar stofna húsnæðissamvinnufélag Leigufélagið verður óhagnaðardrifið og gerir langtíma leigusamninga. Félagið er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 12.9.2017 21:19
800 símtöl berast BUGL vegna barna í vanda Bráðaþjónusta BUGL er metin með símtali en yfir átta hundruð símtöl berast árlega. Hálfs árs biðlisti er eftir viðtali við sérfræðing á göngudeild en biðtími fer ekki yfir þrjá mánuði í nágrannalöndum okkar. Yfirlæknir BUGL segir þjónustuna hafa skerst við að missa starfsfólk vegna rakaskemmda. 7.9.2017 20:00
Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Afkoma fyrirtækisins hefur verið slök síðustu ár en Rannveig Rist segir það ekki helstu ástæðu sölunnar. Hún segir sérstöðu álversins mikla og hefur ekki áhyggjur af eftirspurn. 6.9.2017 18:30
Vill að aðkoma íslenska ríkisins að starfsemi United Silicon verði rannsökuð Beðið er meðal annars um upplýsingar varðandi kostnað sem íslenska ríkið hefur lagt í verkefnið og forsendur fyrir umhverfismati. 3.9.2017 20:00
Mætti hvetja frekar til atvinnuþátttöku lífeyrisþega Félags- og jafnréttismálaráðherra segir nýtt fyrirkomulag á opinbera lífeyriskerfinu mega hvetja frekar til atvinnuþátttöku eldri borga. Fyrstu skrefin verði að innleiða nýtt frítekjumark á atvinnutekjur og afnema sjötíu ára reglu opinberra starfsmanna. 3.9.2017 19:30
Nær glæpsamlegt að ekki megi bjóða fólki fyrirbyggjandi meðferðir Einn af hverjum 226 Íslendingum er með Lynch-heilkennið sem eykur líkur á nokkrum tegundum krabbameins. Kári Stefánsson segir nær glæpsamlegt að ekki megi nálgast fólk með banvæna sjúkdóma og bjóða fyrirbyggjandi meðferðir. 2.9.2017 19:09
Frítekjumark ellilífeyrisþega fátæktargildra Formaður Félags eldri borgara í Reykjavík segir stjórnvöld setja eldra fólk í fátæktargildru með 25 prósent frítekjumarki á tekjum. 2.9.2017 14:00
Þriðjungi fleiri leituðu til neyðarmóttökunnar í sumar Nú í sumar hafa ríflega þriðjungi fleiri komið á Neyðarmóttökuna en síðasta sumar. Það stefnir í að metfjöldi leiti til móttökunnar í ár. Eingöngu tuttugu prósent þeirra sem leita sér aðstoðar enda á að leggja fram kæru. 1.9.2017 19:03