Lengri og fleiri leikskóladagar á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 18:58 Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“ Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Sjá meira
Í júní síðastliðnum gaf OECD út nýja skýrslu um stöðu leikskólamála víða um heim. Þar kemur fram að viðvera íslenskra barna í leikskólanum slær öll met. Þau dvelja 220 daga á ári í leikskólanum en meðaltalið er 190 dagar. Kristín Dýrfjörð, dósent við Háskólann á Akureyri, segir þetta meðal annars merki um jafnrétti kynjanna. „Atvinnuþátttaka kvenna er mjög mikil á Íslandi og getur verið mikil því erum með góða leikskóla og börn hafa góðan aðgang að leikskólum, sem þýðir líka að þjóðarbúið græðir."Fjöldi daga sem íslenskir leikskólar starfa á ári.grafík/hlynurHver leikskóladagur er líka langur og íslenskir leikskólakennarar eiga líka met í því hve löngum tíma þeir eyða í starfi með börnunum, eða tæpum 1500 klukkustundum á ári. Meðaltalið er aftur á móti 1050 tímar á ári og fer alveg niður fyrir sjö hundruð í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó. „Það hefur verið mikil umræða um streitu í stéttinni. Þetta eru álagspunktar, starfsmenn þurfa að hlaupa mjög hratt og með starfsmannamálin eins og þau eru þá fær fólk ekki tíma til að undirbúa sig og vinnur lengri dag. Og þetta hefur áhrif á hvernig þér líður í vinnunni," segir Kristín.Fjöldi klukkustunda sem leikskólakennarar starfa með börnunum á ári en Ísland á þar met ásamt Noregi.grafík/hlynurTil að auka starfsánægju þyrfti að auka rýmið á leikskólunum að mati Kristínar og gera laun samkeppnishæf en laun íslenskra leikskólakennara eru einnig langt undir meðaltali OECD þegar þau eru umreiknuð út frá kaupmætti. Og líkt og á hinum Norðurlöndunum er launastrúkturinn flatur, það er, möguleikinn á að hækka í launum er lítill. „Ég held þetta sé hluti af ástæðunni fyrir því að leikskólakennarar eru að brenna út, sækja í auknum mæli í Virk endurhæfingu og mikil veikindi eru meðal starfsmanna. Ég held þetta sé ein af ástæðunum sem þarf að skoða mjög alvarlega.“
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Sjá meira