Rio Tinto hyggst selja álverið í Straumsvík Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2017 18:30 Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist. Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Rannveig Rist, forstjóri álversins, hélt starfsmannafund í morgun þar sem hún tilkynnti að Rio Tinto Alcan, sem er einn stærsti álframleiðandi í heimi, ætli að endurskoða eignarhald sitt á álverinu í Straumsvík. „Við erum að fara í það ferli að athuga hvort einhverjir kaupendur vilji kaupa ISAL og tvær verksmiðjur aðrar að auki, sem eru í eigu Rio. Eða að Rio heldur áfram að eiga fyrirtækið ef ferlið leiðir ekki til sölu," segir Rannveig. Afkoma álversins hefur verið slök síðustu fimm ár en fer þó batnandi með hækkandi álverði. Rannveig segir það þó ekki helstu ástæðu sölu. Framleiðsla álversins í Straumsvík sé sértæk og ólík annarri framleiðslu Rio Tinto auk þess sem fjarlægð frá öðrum fyrirtækjum álrisans sé mikil. „Þannig að við pössum ekki alveg inn í þeirra stefnu. Það er verið að endurskoða þetta og það er eitthvað sem fyrirtæki gera reglulega. Þau skoða hvaða fyrirtæki passa saman og bregðast við. Þessi yfirferð er farin öðru hvoru og nú hefur verið tekin ákvörðun að gera þetta í ISAL," segir Rannveig og segist engar áhyggur hafa af eftirspurn. Sérstaða álversins sé mikil, það noti raforku úr vatnsaflsvirkjunum, það sé umhverfisvænt og framleiði virðisaukandi sérvöru. „Þannig að það er mjög eftirsóknarvert og ekki margir sem geta framleitt þær vörur sem við erum að framleiða þannig að það eru margir um hituna, hugsa ég.“ Undirbúningur fyrir sölu getur tekið allt að tvö ár og Rannveig getur ekkert sagt um verðmiðann á álverinu. Hún segir starfsmenn rólega enda sé ekki verið að stefna að lokun og því engin hætta á uppsögnum. „Við tökum þessu af miklu æðruleysi hér. Þetta er hluti af því að vera í viðskiputm. Ég held að sá stjórnandi sem getur ekki sætt sig við og unnið úr því að það verði breytingar, ætti að fást við eitthvað annað,“ segir Rannveig Rist.
Tengdar fréttir Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Rio Tinto tapaði 3,3 milljörðum í Straumsvík Álver Rio Tinto í Straumsvík var rekið með 28,8 milljóna dala tapi í fyrra eða sem nemur 3,3 milljörðum króna miðað við gengið í árslok 2016. 21. júní 2017 07:30