Mælt gegn ferðum með tengivagna á Suðurlandi Veðurfræðingur mælir gegn ferðalögum með tengivagna í hvassviðrinu á Suðurlandi næsta rúma sólarhringinn þar sem gul viðvörun er í gildi. Mótstjóri TM-mótsins sem stendur yfir í Eyjum hefur litlar áhyggjur af rokinu og segir Eyjamenn hafa séð það verra. Innlent 9. júní 2022 11:51
Gular viðvaranir í gildi til miðnættis Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Suður- og Suðausturland í dag sem gilda til miðnættis. Ástæðan er hvassviðri og varhugavert ferðaveður fyrir ökutæki og tengivagna sem taka á sig mikinn vind. Veður 9. júní 2022 07:06
Gular viðvaranir á suður- og suðausturlandi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á suður- og suðausturlandi á morgun, fimmtudag. Innlent 8. júní 2022 13:53
Víða skúrir á landinu eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri eða breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu. Sums staðar verður þoka við norður- og austurströndina, en víða skúrir á landinu eftir hádegi. Veður 8. júní 2022 07:18
Allvíða síðdegisskúrir og hiti að sautján stigum Veðurstofan spáir austlægri eða breytilegri átt átt í dag, yfirleitt þremur til tíu metrum á sekúndu, síðdegisskúrum allvíða. Veður 7. júní 2022 07:19
Hlýjast á Austurlandi í dag Von er á ágætis verðri í dag en samkvæmt spá Veðurstofunnar verður hlýjast á Austurlandi. Innlent 5. júní 2022 07:50
Sólríkt víðast hvar á landinu í dag Fínasta veður er í kortunum í dag og sólríkt víða á landinu. Vestan og norðvestan 3-8 í dag og léttir víða til, en 5-10 og lítilsháttar væta á Norðausturlandi fyrir hádegi. Hiti frá 6 stigum við norðurströndina, upp í 16 stig á Suðausturlandi. Innlent 4. júní 2022 08:00
Snjór og varasöm hálka á Öxnadalsheiði í nótt Nú er regnsvæði á leið yfir landið frá vestri til austurs og því rignir um tíma í dag í flestum landshlutum. Í kvöld kemur kalt loft úr vestri og fer hratt yfir. Á Öxnadalsheiði og eflaust víðar á fjallvegum norðanlands gerir seint í kvöld og nótt snjó eða krapa með varasamri hálku. Veður 3. júní 2022 07:30
Hiti um tíu stig, víða skýjað og dálítil væta Útlit er fyrir suðvestan golu á landinu í dag. Víða verður skýjað veður og dálítil væta öðru hvoru, hitinn um eða undir tíu stigum. Veður 2. júní 2022 07:30
Víða vætusamt og svalt veður Veðurstofan reiknar með suðlægum áttum í dag þar sem víða verður vætusamt og fremur svalt veður. Þó verður úrkomulítið og heldur hlýrra norðaustanlands. Veður 1. júní 2022 07:27
Sökk vegna fannfergis í miklu snjóveðri Talið er að báturinn Sigursæll KÓ 8 hafi sokkið í Hafnarfjarðarhöfn í febrúar vegna mikils fannfergis. Innlent 31. maí 2022 14:40
Sólskinsveðrinu lokið í bili og vætutíð framundan Nú er sólskinsveðrinu lokið, í bili að minnsta kosti, og vætutíð framundan sunnan- og vestanlands. Veður 31. maí 2022 07:13
Þyrlan send til Eyja vegna þoku í Reykjavík Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík í nótt. Innlent 30. maí 2022 23:13
Blíðviðrið senn úr sögunni Eftir langan blíðviðriskafla virðist veður á höfuðborgarsvæðinu ætla að versna á næstu dögum. Veður 30. maí 2022 19:22
Hiti að átján stigum og líkur á þokulofti víða Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri breytilegri átt eða hafgolu í dag og léttskýjuðu. Allvíða séu líkur á þokulofti við suðvestur- og vesturströndina, og einnig austurströndina þegar líður á daginn. Veður 30. maí 2022 07:32
Hlýtt loft yfir landinu orsakar mikla þoku Mikil þoka lagðist yfir höfuðborgina í dag og segir veðurfræðingur það vera beina afleiðingu af því hversu hlýtt loft hefur verið yfir landinu undafarna daga. Veður 29. maí 2022 20:01
Hiti fer yfir tuttugu stig Bjart veður verður víða um land í dag og á morgun og fer hiti yfir tuttugu stig syðra þegar best lætur. Spáð er norðlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu og víða bjartviðri, en skýjað með köflum vestast og sums staðar þokuloft við ströndina með kvöldinu. Veður 29. maí 2022 07:44
Hæglætisveður um allt land Það stefnir allt í ágætisveður víðast hvar á landinu í dag. Veðurstofan spáir allt að sautján stiga hita. Veður 28. maí 2022 07:54
Íbúar á Austurlandi bjartsýnastir á veðursæld í sumar Maskína hefur birt könnun um vonir landsmanna til veðursældar í sumar. Áberandi er hve bjartsýnir íbúar á Norður- og Austurlandi eru á gott veður í sumar, samanborið við íbúa höfuðborgarsvæðisins sem ekki eru jafn vongóðir. Innlent 27. maí 2022 12:06
Þetta eru tíu hvössustu staðir þjóðveganna Með svokallaðri hviðuþekju hefur Vegagerðin lokið við kortlagningu tíu hvössustu staða þjóðveganna. Innlent 27. maí 2022 10:59
Allt að átján stig um helgina Spáð er norðlægri átt, þremur til átta metrum á sekúndu og dálítilli súld norðan- og austanlands fram eftir degi en léttir síðan til. Annars víða bjart og sólríkt veður og ágætlega milt. Stöku síðdegisskúrir syðra. Hiti fjögur til fjórtán stig, hlýjast syðst. Veður 27. maí 2022 07:22
Hlýr suðlægur loftmassi á leið yfir landið Í dag er spáð breytilegri átt þremur til átta metrum á sekúndu og rigningu eða skúrum í flestum landshlutum. Hiti fimm til tíu stig. Veður 25. maí 2022 08:26
Víða má búast við skúrum Útlit er fyrir suðlæga eða breytilega átt og fremur hægan vindhraða í dag eða þrjá til átta metra á sekúndu. Veður 24. maí 2022 09:00
Hiti að þrettán stigum og hlýjast sunnantil Spáð er breytilegri átt í dag þar sem yfirleitt verða þrír til átta metrar á sekúndu, en norðaustan fimm til tíu norðvestantil á landinu. Veður 23. maí 2022 07:44
Blíðviðri í borginni Í dag verður norðlæg átt á landinu, yfirleitt 5 til 10 metrar á sekúndu, en 8 til 13 metrar á sekúndu á Faxaflóasvæðinu. Láskýjahula með súld eða rigningu með köflum og hiti á bilinu 3 til 8 stig norðan- og austanlands og þokuloft við ströndina framan af degi. Sunnantil verður víða léttskýjað og hiti allt að 16 stig. Innlent 22. maí 2022 10:24
Allt að 16 stiga hiti og frábært veður til útiveru Víðáttumikil lægð mjakast austur fyrir landið í dag og gengur því í norðan 5-13 metra á sekúndu með morgninum, hvassast vestantil. Norðanáttinni fylgir rigning eða súld og víða þoka á Norður- og Austurlandi, auk Vestfjarða, en sunnan- og suðvestantil léttir til er líður á daginn. Innlent 21. maí 2022 09:22
Hiti að fimmtán stigum en svalara fyrir austan Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, einkum síðdegis, en átta til þrettán metrum með rigningu á siðaustanverðu landinu. Veður 20. maí 2022 07:16
Víða rigning eða skúrir í dag Veðurstofan gerir ráð fyrir að það verði austanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndur, í dag. Reikna má með rigningu í allan dag á Suðausturlandi en annars skúrir, einkum síðdegis og þurrt að kalla norðantil. Veður 19. maí 2022 07:23
Hossast í ókyrrð yfir Hvassahrauni til að kanna nýtt flugvallarstæði Viðamiklar rannsóknir standa yfir á ókyrrð í kringum hugsanlegt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Flugvélum, búnum sérhönnuðum mælitækjum, er flogið yfir svæðið til að meta hvort fjallabylgjur skapi þar hættulegt niðurstreymi. Innlent 18. maí 2022 22:40
Úrkoma víða um land í dag Úrkomubakki kemur inn á austanvert landið og færist svo til norðurs og vesturs í dag. Samt sem áður snertir hann Suðurland og sunnanverðan Faxaflóa lítið sem ekkert, en á móti má búast við skúrum á víð og dreif, einkum síðdegis og í kvöld. Veður 18. maí 2022 07:13