Flutti austur á land vegna góða veðursins Máni Snær Þorláksson skrifar 30. maí 2023 17:09 Snædís Snorradóttir býr nú á Austurlandi en þar var sumarsól og blíða í dag. Instagram Snædís Snorradóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá Múlaþingi, segir að hún hafi ákveðið að flytja austur á land eftir að hafa upplifað góða veðrið þar fyrir tveimur árum síðan. Hún flutti til Egilsstaða með fjölskylduna sína um sumarið í fyrra og sér ekki eftir því, sérstaklega ekki í góða veðrinu sem er þar í dag. Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“ Veður Múlaþing Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira
Heiðskýrt og sautján stiga hiti er því miður ekki veðurspá sem er nógu algeng hér á landi. Það er þó raunin á Egilsstöðum í dag. Á Austurlandi virðist svipaðar spár verða sífellt algengari um sumartímann og er einmitt spáð frábæru veðri þar á morgun. „Ég get nú alveg sagt þér það að það er svo heitt hérna inni á skrifstofu hjá mér að ég ætlaði að fara út að kæla mig en það gekk ekki. Það má eiginlega segja að við höfum bara farið úr dúnúlpunni og í stuttbuxurnar, þetta gerðist bara einn, tveir og þrír,“ segir Snædís í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Nokkuð háum hita er spáð fyrir austan á næstu dögum þó svo að það eigi ekki að vera heiðskýrt alla dagana. Snædís bendir þó á að það er spáð tuttugu og eins gráðu hita í næstu viku. „Tölurnar eru gríðarlega háar, það er meira að segja búið að vera það þurrt hérna hjá okkur að í gær var svolítið svona sandmistur yfir öllu. Það er ekki búið að rigna svo lengi að það er bara kominn þurrkur í lok maí, það er óvanalegt.“ Snædís segist einmitt hafa tekið ákvörðun um að flytja austur á land eftir að hafa verið þar í góða veðrinu. „Sumarið 2021, ógleymanlegt sólarsumar hérna á Austfjörðum, það var í rauninni kveikurinn að því að ég ákvað að flytja bara hreinlega til Egilsstaða,“ segir hún. „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík en ég flutti síðasta sumar með fjölskylduna og allt austur til þess að auka lífsgæðin og njóta veðurblíðunnar, hvort sem það væri á sumrin og veturnar. Því við erum með snjóinn á veturnar og sólina á sumrin, mér finnst eiginlega að þannig eigi það að vera.“
Veður Múlaþing Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Sjá meira