Gróður svartur og brenndur eftir vorlægðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 20:01 Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár. Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“ Garðyrkja Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“
Garðyrkja Veður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira