Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu sex til fjórtán stigum, mildast suðaustantil.
„Á morgun kemur ný lægð úr suðvestri. Heldur vaxandi sunnan- og suðvestanátt, víða 8-15 m/s seinnipartinn. Súld eða rigning, einkum suðvestan- og vestanlands. Hiti á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.
Aðfaranótt laugardags verður lægðin komin norðaustur yfir land. Þá gengur í nokkuð hvassa norðvestanátt með slyddu norðantil á landinu. Þegar kemur fram á daginn styttir upp og fer að lægja.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag: Gengur í suðvestan 8-15 m/s með rigningu, víða talsverð úrkoma á vestanverðu landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á laugardag: Norðvestan og vestan 10-20 um morguninn, hvassast suðaustan- og austantil. Rigning eða slydda norðanlands, annars úrkomulítið. Styttir upp eftir hádegi og dregur úr vindi. Hiti 2 til 10 stig, mildast syðst.
Á sunnudag (hvítasunnudagur): Suðvestanátt og rigning með köflum, en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig.
Á mánudag (annar í hvítasunnu): Suðlæg átt og rigning eða súld, en að mestu þurrt austanlands. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast eystra.
Á þriðjudag: Vestanátt og smáskúrir vestantil. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast austast.
Á miðvikudag: Suðvestanátt og bjart veður, en skýjað með köflum á vestanverðu landinu.