Næsta lægð nálgast landið Næsta lægð nálgast landið í kvöld og nótt. Þá hvessir af austri með úrkomu, fyrst syðst á landinu. Í dag verður hinsvegar fremur hæg sunnanátt með skúrum og eða éljum en það léttir til á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Innlent 20. febrúar 2024 07:20
Blautt í veðri Veðurstofan spáir suðaustanátt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu og þá verða skúrir sunnan- og vestanlands. Norðanlands er lítilsháttar súld á köflum framan af degi en eftir hádegi birtir þar til. Innlent 19. febrúar 2024 07:21
Lægðabraut yfir landinu færir með sér skúr og rigningu Spáð er suðlægri vindátt í dag, 3 til 10 metrum á sekúndu með skúrum, en að mestu bjart norðaustantil. Suðaustan 8 til 13 metrar á sekúndu og rigning sunnan- og vestanlands í kvöld. Veður 18. febrúar 2024 09:01
Þrettán til tuttugu metrar á sekúndu Í dag er spáð austan og suðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu með rigningu eða súld og hita á bilinu 2 til 8 stig sunnantil. Norðanlands verður hægari vindur, úrkomulítið og frost 0 til 5 stig, en þar hlýnar þegar líður á daginn. Veður 17. febrúar 2024 08:22
Allt að fjórtán stiga frost Hitastigið er á niðurleið í dag, búast má við því að frost verði 2 til 14 stig þegar kemur fram á kvöld, kaldast norðanlands. Veður 15. febrúar 2024 07:29
Hlýnar smám saman og allvíða frostlaust Landsmenn mega reikna með að það hlýni smám saman og verði allvíða frostlaust um landið vestanvert í kvöld. Að sama skapi verður úrkoma hér og þar, slydda eða snjókoma og er að sjá að mesta úrkoman verði á Vestfjörðum. Veður 14. febrúar 2024 07:10
Vorið ekki komið þó snjórinn fari og hitinn hækki Veðurfræðingur segir vorið ekki á næsta leyti, þó rauðar hitatölur séu farnar að sjást á kortum Veðurstofunnar fyrir helgina. Hins vegar megi eiga von á því að snjór á láglendi fari að hopa. Innlent 13. febrúar 2024 18:56
Kólnar tímabundið í kvöld og í nótt Lægðin sem hefur haldið að okkur norðanáttinni fjarlægist nú smám saman og við tekur hæð suðvestur af landinu og lægðardrag á Grænlandssundi. Undir kvöld verður vindáttin orðin suðvestlæg. Gul viðvörun verður í gildi suðaustantil vegna hvassviðris í dag. Veður 13. febrúar 2024 07:13
Veruleg hlýindi og rigning í kortunum Gert er ráð fyrir verulegum hlýindum í lok vikunnar. Innlent 12. febrúar 2024 10:38
Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst á Austfjörðum. Innlent 12. febrúar 2024 08:51
Gular viðvaranir vegna hvassrar norðaustanáttar Lægð skammt suðaustur af landinu veldur nokkuð hvassri norðaustanátt með slyddu eða snjókomu í dag, en það rofar til á Suður- og Vesturlandi. Veður 12. febrúar 2024 07:17
Lægð nálgast landið Lægð úr suðaustri nálgast landið og kemur með norðlæga átt og snjókomu austur á landi í kvöld. Hiti um eða undir frostmarki. Veður 11. febrúar 2024 12:06
Heita vatnið að klárast á Sauðárkróki Það er ekki bara á Suðurnesjum sem skortir heitt vatn því íbúar á Sauðárkóki og nærsveitum eru beðnir um að fara sparlega með heita vatnið sem er að klárast í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum. Innlent 9. febrúar 2024 10:27
Kalt i morgunsárið en dregur úr frosti Nú í morgunsárið er kalt og rólegt veður á landinu en heldur mun draga úr frosti í dag. Annars verður skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en dálítil él austanlands og við norðurströndina. Frost verður á bilinu tvö til þrettán stig síðdegis. Veður 9. febrúar 2024 07:23
Norðlæg átt og él norðantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þar sem él verða á norðanverðu landinu en léttir til norðvestantil. Léttskýjað verður sunnan heiða. Veður 7. febrúar 2024 07:19
Erfið akstursskilyrði á norðanverðu landinu Gera má ráð fyrir að akstursskilyrði verði víða erfið á norðanverðu landinu í dag. Blint verður í snjókomu. Innlent 6. febrúar 2024 10:37
Norðanátt og víða snarpir vindstrengir við fjöll Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðvestanátt í dag þar sem víða verða tíu til átján metrar á sekúndu. Reikna má með að verði snjókoma með köflum á norðanverðu landinu og líkur á versnandi færð. Veður 6. febrúar 2024 07:16
Hvass vindur syðst á landinu Dálítil lægð hreyfist nú til austurs, skammt sunnan við land. Lægðinni fylgir allhvöss eða hvöss norðaustanátt allra syðst, frá Eyjafjöllum austur í Öræfi og gæti þar snjóað og skafið um tíma, þannig að skyggni yrði lélegt. Veður 5. febrúar 2024 07:13
Svalt heimskautaloft leikur um landið Um landið leikur svalt heimskautaloft og eru hlýrri loftmassar víðs fjarri. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Innlent 4. febrúar 2024 07:59
Fimmtán alhvítir dagar og sólskin undir meðallagi Hiti var undir meðallagi í janúar um land allt. Þessi fyrsti mánuður ársins var tiltölulega kaldur og einkenndu hann miklar umhleypingar undir lokin. Samgöngur riðluðust og eitthvað var um rafmagnstruflanir vegna eldinga. Það kemur fram í nýrri samantekt Veðurstofunnar á tíðarfari í janúar. Veður 3. febrúar 2024 10:50
Bjartviðri og harðnandi frost í kortunum Það gengur á með stífri vestan- og suðvestanátt og éljagangi í dag en hægara og úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í norðaustanátt norðvestantil í kvöld. Innlent 3. febrúar 2024 07:58
Vindur og él nái hámarki fyrri part kvölds Veðurfræðingur segir að éljagangur verði langt fram á kvöld. Veðrið nái hámarki snemma í kvöld hvað varðar vind og ákafa éljagangsins. Veðrið róist á morgun og verði orðið gott á sunnudag. Talverðum kulda er síðan spáð í næstu viku. Veður 2. febrúar 2024 19:08
Hellisheiði og Þrengslin opin á ný Veginum um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengslum hefur verið lokað vegna hálku. Innlent 2. febrúar 2024 12:40
Gagnrýndu viðmót Veðurstofunnar og sögðu sparkað í þá sem kvörtuðu Haraldur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir ríkið verja töluverðum fjármunum til veðurmála en þeir fari nánast allir til Veðurstofu Íslands. Við þær aðstæður sé eðlilegt að gera ríkar kröfur til stofnunarinnar, um að hún sinni því sem hún á að sinna. Innlent 2. febrúar 2024 07:24
Ekkert stórtjón í nótt en áfram leiðindaveður í kortunum Vatnsveðrið sem gekk yfir höfuðborgina í nótt virðist hafa sloppið til. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu var ekkert útkall á dælubíla hjá þeim í nótt og því lítið um stórar stíflur eða mikinn leka í húsnæði. Innlent 2. febrúar 2024 07:03
Gott að hreinsa vel frá niðurföllum í kvöld Seint í kvöld og nótt er spáð hlýju veðri og talsverðri rigningu, einkum á sunnanverðu landinu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Gefin hefur verið út gul viðvörun vegna veðursins. Veður 1. febrúar 2024 21:30
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. Innlent 1. febrúar 2024 13:42
Tveir handteknir fyrir að virða ekki lokanir vegna snjóflóðahættu Lögreglan á Vestfjörðum handtók í nótt ökumann og farþega bifreiðar sem virtu ekki lokunarpóst á veginum frá Súðavíkur til Ísafjarðar. Veginum hafði verið lokað vegna mikillar snjóflóðahættu. Innlent 1. febrúar 2024 13:24
Vegagerðin varar við flughálku Veðurfræðingur Vegagerðarinnar varar við því að flughált verði á sumum vegum í dag, helst á Suður- og Vesturlandi. Innlent 1. febrúar 2024 10:42
Varað við asahláku, hálku og miklum leysingum Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á landinu í dag en að hún verði þó ekki jafn hvöss og í gær. Má reikna með að vindur verði yfirleitt átta til fimmtán metrar á sekúndu. Það hlýnar þegar líður á daginn og hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna asahláku. Veður 1. febrúar 2024 07:13