Veður

Norðan kaldi eða stinning­skaldi í dag

Eiður Þór Árnason skrifar
Um páskahelgina verður yfirleitt hægur vindur og bjart með köflum.
Um páskahelgina verður yfirleitt hægur vindur og bjart með köflum. Vísir/Vilhelm

Í dag má búast við norðan kalda eða stinningskalda á landinu en á Austfjörðum verður allhvöss norðvestanátt fram eftir degi. Norðlæg átt 8 til 13 metrar á sekúndu, en norðvestan 13 til 18 austast.

Dálítið éljaloft er norðan- og austanlands og hiti um frostmark en í kvöld bætir heldur í ofankomu um tíma. Sunnan heiða er yfirleitt bjart, þurrt og hiti að 6 stigum að deginum.

Þetta kemur fram í veðurspá Veðurstofu Íslands. Lægir um hádegi á morgun, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu austast fram eftir degi. Bjartviðri, en skýjað norðaustantil fram á kvöld. Bjart í flestum landshlutum, en sums staðar stöku él eða skúrir. Hiti breytist lítið.

Um páskahelgina verður yfirleitt hægur vindur og bjart með köflum en búast má við rakara lofti og skýjuðu veðri við ströndina. Víða hiti nálægt frostmarki, en allt að 7 stigum sunnan- og suðvestantil að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag (föstudagurinn langi): Norðlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 við austurströndina fram yfir hádegi. Skýjað að mestu norðan- og austanlands, en léttir til síðdegis. Yfirleitt bjart sunnan- og vestantil. Vægt frost á norðan- og austanverðu landinu, en annars hiti að 8 stigum.

Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina og lítilsháttar væta vestast. Hiti um og undir frostmarki, en að 7 stigum sunnan- og vestanlands.

Á sunnudag (páskadagur): Austan strekkingur syðst á landinu, annars hægari vindur. Víða þurrt og bjart veður, en skýjað við norður- og austurströndina. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (annar í páskum): Austlæg átt, dálítil ofankoma og frost 0 til 4 stig, en að mestu bjart og hiti 1 til 7 stig sunnan- og vestantil.

Á þriðjudag: Austlæg átt, yfirleitt skýjað og sums staðar lítilsháttar rigning eða slydda, en úrkomumeira austantil um kvöldið. Heldur hlýnandi.

Á miðvikudag: Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrt norðan heiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×