Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2025 13:48 Vetrarfærð verður líklega á fjallvegum í hríðarveðri sem gengur yfir landið. Vísir/Vilhelm Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar. Veður Færð á vegum Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira