Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Systurnar sleppa við Covid-prófin

Keppendur í Eurovision þurfa ekki lengur að sýna fram á neikvætt Covid-próf til að mega stíga á svið í keppninni. Það er því engin hætta á að Systur fái ekki að koma fram líkt og Daði og Gagnamagnið í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Eins og í ástarsögu eftir Barböru Cartland

Tónlistarmaðurinn Höskuldur Ólafsson, betur þekktur sem Hössi í Quarashi er í hljómsveitinni Kig & Husk ásamt Frank Hall en þeir eru í óðaönn að safna fyrir vínyl útgáfu plötunnar Kill The Moon. Þeim finnst vínyllinn tengja tónlist og myndlist á einstakan hátt og vilja halda í þá athöfn.

Lífið
Fréttamynd

Ís­landi spáð 23. sæti á úr­slita­kvöldinu

Systurnar Sigga, Beta og Elín munu stíga á svið í seinni hluta á úrslitakvöldi Eurovision sem fer fram í Tórínó á Ítalíu á laugardag. Þær tryggðu Íslandi sæti í úrslitunum í gærkvöldi þvert á slæma spá. 

Tónlist
Fréttamynd

Systur snúa aftur á úr­slita­kvöldinu

Framlag Íslands í Eurovision í flutningi Siggu, Betu og Elínar Eyþórsdætra komst áfram í fyrri undanúrslitum keppninnar í kvöld og tryggðu þær sér þátttökurétt á úrslitakvöldinu á laugardag.

Lífið
Fréttamynd

Gítargrip og texti Með hækkandi sól

Fyrri undankeppni Eurovision fer fram í kvöld og Systur munu stíga á svið og flytja Með hækkandi sól fyrir Íslands hönd. Hörðustu Júró-aðdáendur munu líklega blása til teitis í kvöld til að hvetja okkar konur áfram og verður því að gera fólki mögulegt að grípa í gítarinn og syngja með systrum. 

Tónlist
Fréttamynd

Hefur farið 23 sinnum á Eurovision

Peter Fenner er mikill Eurovision spekúlant sem hefur oft á tíðum verið íslenskum hópum innan handar í keppninni og aðstoðað íslenska Eurovision þula. Hann hefur einnig komið að gerð nokkurra íslenskra Eurovision laga á borð við This is my life og Valentine Lost og segist elska íslenska listamenn. Blaðamaður hafði samband við þennan lífskúnstner og fékk hann til að svara nokkrum Júró-spurningum.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég var fæddur til að bumpa“

Love Bump 22 er ný útgáfa Love Guru af fyrsta laginu sem Boney M gáfu út, „Baby do ya wanna bump“ sem kom út árið 1975. Love Guru segir að hér sé sungið um þokkafyllsta dans sögunnar, The Bump sem á einmitt 50 ára afmæli um þessar mundir.

Tónlist
Fréttamynd

Dómararennslið í kvöld gríðarlega mikilvægt fyrir Systur

Felix Bergsson, fararstjóri íslenska teymisins á Eurovision í Tórínó á Ítalíu, var mjög ánægður eftir æfingu íslenska hópsins á sviðinu í dag. Fréttastofa ræddi við Felix fyrir utan Pala Alpitour höllina og sagði hann að æfingin hefði heppnast vel. Keppendur væru rólegir og yfirvegaðir.

Lífið