Ömurlegt að upplifa sig sem útlending á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. janúar 2023 13:30 Layfey Lín segir að hún elski að vera á Íslandi og þá sérstaklega að semja tónlist og taka upp myndbönd. Á rúntinum „Það var ótrúlega gaman að sjá framan í fólkið, sem ég sé bara myndir af á netinu,“ segir Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona. Hún var að ljúka sínu fyrsta „sóló“ tónleikaferðalagi. Laufey segir að erlendis sé hlustendahópur hennar yngri en á Íslandi. „Ég veit ekki hvort ég sé mjög fræg,“ segir Laufey, en þegar þetta er skrifað er hún með 460 þúsund fylgjendur á Instagram og milljónir hlustanir á Spotify mánaðarlega. Hún hefur komið fram í þáttum eins og spjallþætti Jimmy Kimmel, verið lofuð í Rolling Stone og átti eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna á einum tímapunkti. „Ég held að það sé það skrítnasta og skemmtilegasta,“ segir Laufey um það þegar fólk þekkir hana úti á götu. Hún segir að það hafi líka verið upplifun að ferðast til nýrra borga og heyra að fólk kunni alla textana hennar á tónleikunum. „Það var fullt af fólki sem hafði ekkert betra að gera en að skrolla á Instagram og ég hafði ekkert betra að gera en að taka upp,“ segir Laufey um vinsældirnar á TikTok sem sprungu út í heimsfaraldrinum. Í fyrsta þætti í seríu þrjú af Á rúntinum heimsækir Bjarni Freyr tónlistarkonuna. Í þættinum ræða þau um fyrsta tónleikaferðalagið sem Laufey var að ljúka, lífið hennar í borginni. Einnig fóru þau yfir það hvernig það var fyrir hana að alast upp á Íslandi. Þau rúnta um Los Angeles og heimsækja sögufræga staði eins og Hollywood merkið og Griffith observatory sem spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni La La land. Samrýmdar systur Laufey er tvíburi og þegar það var mikið að gera hjá henni, íhugaði hún að láta Júníu systur sína taka upp kynningar á lögum fyrir Spotify, Apple Music og fleiri staði til að vekja athygli á nýútgefnum lögum. „Hún spilar frekar oft með mér. Hún spilaði á fiðlu á túrnum í Evrópu.“ Laufey segir að það sé skemmtilegt að hafa hana með. „Hún er besta vinkona mín.“ Fylgir því líka mikil jarðtenging og öryggi að hafa tvíburasystur með sér á tónleikaferðalaginu. „Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum að halda því þetta getur verið frekar mikið. Að fara upp á svið og syngja, fara að sofa, vakna og keyra í tíu klukkutíma og gera þetta allt aftur. Þrjátíu daga í röð. Það er alveg frekar mikið.“ Laufey flakkar mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna.Á rúntinum Upplifði sig öðruvísi Laufey hélt stóra tónleika í Hörpu í vetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Voru þetta hennar stærstu tónleikar á ferlinum. „Ég var stressuð í smá stund og svo var það bara skemmtilegt.“ Hún nýtur þess samt almennt mjög vel að vera á sviðinu. Í dag býr hún í Bandaríkjunum og kann vel við það. „Þó að það séu mikið af vandamálum hér, þá er miklu meira af fólki sem er blandað, frá allskonar löndum. Á Íslandi, fann ég alveg fyrir því að ég var öðruvísi og líka ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Ég upplifði mig frekar mikinn útlending á Íslandi sem var ömurleg tilfinning. Að vera hálf kínversk, ég fann að ég leit öðruvísi út.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Á rúntinum Hollywood Tónlist Laufey Lín Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Musk æstur í Reðursafnið Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðursafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Laufey segir að erlendis sé hlustendahópur hennar yngri en á Íslandi. „Ég veit ekki hvort ég sé mjög fræg,“ segir Laufey, en þegar þetta er skrifað er hún með 460 þúsund fylgjendur á Instagram og milljónir hlustanir á Spotify mánaðarlega. Hún hefur komið fram í þáttum eins og spjallþætti Jimmy Kimmel, verið lofuð í Rolling Stone og átti eina vinsælustu plötu Bandaríkjanna á einum tímapunkti. „Ég held að það sé það skrítnasta og skemmtilegasta,“ segir Laufey um það þegar fólk þekkir hana úti á götu. Hún segir að það hafi líka verið upplifun að ferðast til nýrra borga og heyra að fólk kunni alla textana hennar á tónleikunum. „Það var fullt af fólki sem hafði ekkert betra að gera en að skrolla á Instagram og ég hafði ekkert betra að gera en að taka upp,“ segir Laufey um vinsældirnar á TikTok sem sprungu út í heimsfaraldrinum. Í fyrsta þætti í seríu þrjú af Á rúntinum heimsækir Bjarni Freyr tónlistarkonuna. Í þættinum ræða þau um fyrsta tónleikaferðalagið sem Laufey var að ljúka, lífið hennar í borginni. Einnig fóru þau yfir það hvernig það var fyrir hana að alast upp á Íslandi. Þau rúnta um Los Angeles og heimsækja sögufræga staði eins og Hollywood merkið og Griffith observatory sem spilar stórt hlutverk í kvikmyndinni La La land. Samrýmdar systur Laufey er tvíburi og þegar það var mikið að gera hjá henni, íhugaði hún að láta Júníu systur sína taka upp kynningar á lögum fyrir Spotify, Apple Music og fleiri staði til að vekja athygli á nýútgefnum lögum. „Hún spilar frekar oft með mér. Hún spilaði á fiðlu á túrnum í Evrópu.“ Laufey segir að það sé skemmtilegt að hafa hana með. „Hún er besta vinkona mín.“ Fylgir því líka mikil jarðtenging og öryggi að hafa tvíburasystur með sér á tónleikaferðalaginu. „Ég vissi að ég þyrfti á einhverjum að halda því þetta getur verið frekar mikið. Að fara upp á svið og syngja, fara að sofa, vakna og keyra í tíu klukkutíma og gera þetta allt aftur. Þrjátíu daga í röð. Það er alveg frekar mikið.“ Laufey flakkar mikið á milli Íslands og Bandaríkjanna.Á rúntinum Upplifði sig öðruvísi Laufey hélt stóra tónleika í Hörpu í vetur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Voru þetta hennar stærstu tónleikar á ferlinum. „Ég var stressuð í smá stund og svo var það bara skemmtilegt.“ Hún nýtur þess samt almennt mjög vel að vera á sviðinu. Í dag býr hún í Bandaríkjunum og kann vel við það. „Þó að það séu mikið af vandamálum hér, þá er miklu meira af fólki sem er blandað, frá allskonar löndum. Á Íslandi, fann ég alveg fyrir því að ég var öðruvísi og líka ólst að hluta til upp í Bandaríkjunum. Ég upplifði mig frekar mikinn útlending á Íslandi sem var ömurleg tilfinning. Að vera hálf kínversk, ég fann að ég leit öðruvísi út.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Á rúntinum Hollywood Tónlist Laufey Lín Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Musk æstur í Reðursafnið Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðursafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”