Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Íslensk tónlist í nýjustu þáttaröð af Good Girls

Í sjötta þætti nýjustu þáttaraðar Good Girls er að finna lagið Dior með Halleluwah. Lagið heyrist í lok þáttarins, sem var frumsýndur 22. mars á NBC en kom í sumar inn á Netflix. Halleluwah skipa þau Sölvi Blöndal og Rakel Mjöll Leifsdóttir og kom lagið út á samnefndri plötu árið 2013.

Lífið
Fréttamynd

Adda Örnólfs látin

Arnbjörg Auður Örnólfsdóttir söngkona, betur þekkt sem Adda Örnólfs, er látin. Adda lést á Landakotsspítala 2. september síðastliðinn, 85 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Óskar öllum Íslendingum guðs blessunar

„Þessi plata hefur að geyma lög eftir mig og fleiri eins og Richard Scobie, og eiga það sameiginlegt að hafa aldrei verið gefin út fyrr enn nú,“ segir stórsöngvarinn Geir Ólafs sem gefur út plötu á næstunni.

Lífið
Fréttamynd

Axel Einarsson látinn

Axel P.J. Einarsson tónlistarmaður er látinn. Hann lést að morgni 5. september á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Ágústa Eva um samstarfið: „Hann segir bara já og amen elskan mín“

„Samstarfið gengur hnökralaust fyrir sig sem ég rek rakleitt til Gunna, hann er einn ljúfasti og opnasti maður sem ég hef kynnst. Hann segir bara já og amen elskan mín og brosir við öllu því sem hendist í hans fang frá mér,“ segir söngkonan Ágústa Eva um samstarf hennar og Gunna Hilmars. 

Lífið
Fréttamynd

Gaga, Grande og BTS áttu MTV VMA hátíðina í ár

Líkt og nánast allt annað árið 2020, var MTV VMA hátíðin í ár óvenjuleg. Í gær var verðlaunað allt það besta í tónlist og Lady Gaga vann flest verðlaun. Á hátíðinni voru nýjungar vegna heimsfaraldursins og var verðlaunað fyrir besta flutning í sóttkví og besta tónlistarmyndbandið sem tekið var upp heima.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var algjör apaköttur“

„Ég sem alla textana sjálfur sem ég flyt en þetta er allt bara sannleikur, ég er bara að segja hvernig mér líður og ég kafa djúpt“, segir Hafþór Orri Harðarsson eða Blaffi, sem gefur út sína fyrstu plötu, Partý lestin, á morgun.

Lífið
Fréttamynd

Engin skömm í að vera berskjölduð og þurfa stuðning

„Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana.

Lífið
Fréttamynd

Segja fanga hafa ráðist á R. Kelly

Tónlistarmaðurinn R. Kelly, sem á yfir höfði sér lífstíðardóm vegna ótal ásakana um kynferðisbrot, er sagður hafa orðið fyrir árás samfanga síns á þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

ZÖE frumsýnir myndband við lagið Shook

Vísir frumsýnir í dag myndbandið við lagið Shook frá tónlistarkonunni og pródúsentinum ZÖE, sem er þekktust fyrir lagið sitt Let Me Fall sem var titillag myndarinnar Lof Mér Að Falla. Lagið Shook er fyrsta lag af komandi breiðskífu hennar sem er væntanleg á næsta ári.

Tónlist