„Þetta var allt mjög lítið og heimabakað í byrjun“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 5. október 2021 14:31 Tilrauna- og raftónlistar hátíðin Extreme Chill verður haldin ellefta árið í röð helgina 7 – 10 október í Reykjavík. Á sunnudagskvöldinu mun enska rafhljómsveitin Plaid spila á Húrra og er ein sú þekktasta og áhrifamesta sveit síðan snemma tíunda áratugarinns. Meðlimirnir Ed Handley og Andy Turner hafa unnið með stórum nöfnum í gegnum tíðinna en eitt af þessum nöfnum er t.d. Björk. Albumm náði tali af Ed og byrjaði á að spyrja hann hver munurinn er að gera raftónlist á tíunda áratugnum miðað við í dag. „Við notuðum meira af hljóðgervlum, samplerum trommuheilum og mixerum. Það var í raun ekki kostur á að framleiða allt inni í tölvunni eins og er gert í dag,” útskýrir hann og segir að það hefur verið rosaleg vakning í tölvuvinnslu seinustu ár og er nánast allt komið inn í tölvuna. „Við erum samt enn mjög spenntir yfir sveigjanleika allskonar græjunota! Ed segir að það hafi líka Augljóslega breyst mikið hvernig tónlist er markaðssett og seld, sumt jákvætt og sumt ekki. „Þetta var allt mjög lítið og heimabakað í byrjun. Að taka sjálf pressaða vínylinn okkar í litlu plötubúðirnar í London. Það besta við í dag er að heyra raftónlist auðveldlega frá öllum heimshornum.” Hvernig hefur raftónlist breyst og þróast í gegnum árin? „Nú eru electro útgáfur út um allan heim og það er nóg af áhugaverðri tónlist og útgáfum í gangi í dag. Að geta samið og tekið upp heila plötu á 300 dollara fartölvu eða jafnvel síma hefur opnað senuna fyrir næstum öllum.” Plötuútgáfan Warp Records hefur alltaf verið leiðtogar í raftónlistar útgáfu, með listamönnum eins og Aphex Twin, Boards Of Canada, Autechre og Plaid. Spurður hvað það er sem Warp er að gera rétt og hvenær paid fékk samning við útgáfuna, segir hann að Warp Records hafa verið mjög dugleg að hlusta á það sem er að gerast og síðan hjálpað til við að magna það upp og láta það vaxa. „Þeir hafa tilhneigingu til að gera samninga við listafólk sem gerir sérkennilega, mjög persónulega og þráhyggjulega tónlist. Við skrifuðum undir samning við Warp árið 1991 eftir að hafa rekið eigið plötuútgáfu, Black Dog Productions, í stuttan tíma.” Platan þeirra, Polymer, kom út árið 2019 og hafa þeir ekki getað spilað mikið vegna Covid en segja að hafa verið innilokaðir hafði nokkra kosti í för með sér og að þeir eru tilbúnir í tónleikahald aftur. „Það er ekkert annað eins og fjöldi manna sem upplifa tónlist saman.” Hafið þið komið áður til íslands? „Við höfum komið áður já, en ekki í mörg ár svo við erum spenntir að koma aftur,” segir hann. ,,Við ætlum að vera í nokkra auka daga og fara í gönguferðir svo við sjáum eitthvað af hinu umtalaða íslenska landslagi.” Spurður að lokum við hverju mega aðdáendur búast á tónleikunum þeirra á Húrra næsta sunnudag, segir hann að þeir munu spila allskonar efni, bæði gamalt og nýtt ásamt sjónrænni hreyfimynd sem kastað er á veggina. Hægt er að vita meira um tónleikana og hátíðina Extreme Chill Festival á: Extremechill.org Hægt er að versla miða á tónleikana og hátíðina á Tix.is Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Plaidmusic.co.uk Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Meðlimirnir Ed Handley og Andy Turner hafa unnið með stórum nöfnum í gegnum tíðinna en eitt af þessum nöfnum er t.d. Björk. Albumm náði tali af Ed og byrjaði á að spyrja hann hver munurinn er að gera raftónlist á tíunda áratugnum miðað við í dag. „Við notuðum meira af hljóðgervlum, samplerum trommuheilum og mixerum. Það var í raun ekki kostur á að framleiða allt inni í tölvunni eins og er gert í dag,” útskýrir hann og segir að það hefur verið rosaleg vakning í tölvuvinnslu seinustu ár og er nánast allt komið inn í tölvuna. „Við erum samt enn mjög spenntir yfir sveigjanleika allskonar græjunota! Ed segir að það hafi líka Augljóslega breyst mikið hvernig tónlist er markaðssett og seld, sumt jákvætt og sumt ekki. „Þetta var allt mjög lítið og heimabakað í byrjun. Að taka sjálf pressaða vínylinn okkar í litlu plötubúðirnar í London. Það besta við í dag er að heyra raftónlist auðveldlega frá öllum heimshornum.” Hvernig hefur raftónlist breyst og þróast í gegnum árin? „Nú eru electro útgáfur út um allan heim og það er nóg af áhugaverðri tónlist og útgáfum í gangi í dag. Að geta samið og tekið upp heila plötu á 300 dollara fartölvu eða jafnvel síma hefur opnað senuna fyrir næstum öllum.” Plötuútgáfan Warp Records hefur alltaf verið leiðtogar í raftónlistar útgáfu, með listamönnum eins og Aphex Twin, Boards Of Canada, Autechre og Plaid. Spurður hvað það er sem Warp er að gera rétt og hvenær paid fékk samning við útgáfuna, segir hann að Warp Records hafa verið mjög dugleg að hlusta á það sem er að gerast og síðan hjálpað til við að magna það upp og láta það vaxa. „Þeir hafa tilhneigingu til að gera samninga við listafólk sem gerir sérkennilega, mjög persónulega og þráhyggjulega tónlist. Við skrifuðum undir samning við Warp árið 1991 eftir að hafa rekið eigið plötuútgáfu, Black Dog Productions, í stuttan tíma.” Platan þeirra, Polymer, kom út árið 2019 og hafa þeir ekki getað spilað mikið vegna Covid en segja að hafa verið innilokaðir hafði nokkra kosti í för með sér og að þeir eru tilbúnir í tónleikahald aftur. „Það er ekkert annað eins og fjöldi manna sem upplifa tónlist saman.” Hafið þið komið áður til íslands? „Við höfum komið áður já, en ekki í mörg ár svo við erum spenntir að koma aftur,” segir hann. ,,Við ætlum að vera í nokkra auka daga og fara í gönguferðir svo við sjáum eitthvað af hinu umtalaða íslenska landslagi.” Spurður að lokum við hverju mega aðdáendur búast á tónleikunum þeirra á Húrra næsta sunnudag, segir hann að þeir munu spila allskonar efni, bæði gamalt og nýtt ásamt sjónrænni hreyfimynd sem kastað er á veggina. Hægt er að vita meira um tónleikana og hátíðina Extreme Chill Festival á: Extremechill.org Hægt er að versla miða á tónleikana og hátíðina á Tix.is Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Plaidmusic.co.uk
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið