Framsókn kynnir framboðslista í Grindavík Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt tillögu uppstillingarnefndar að lista flokksins til sveitarstjórnarkosninga í Grindavík í vor. Ásrún Helga Kristinsdóttir kennari vermir fyrsta sæti listans og í öðru sæti er Sverrir Auðunsson framkvæmdastjóri. Innlent 30. mars 2022 23:02
Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir framboðslista í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur birt framboðslista flokksins til komandi sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir leiðir listann og í öðru sæti er Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Innlent 30. mars 2022 18:56
Þjóðarhöllin rísi í mekka handboltans Vandræðagangur í viðræðum ríkisstjórnarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum þjóðarhallar fyrir handboltann á Íslandi er orðinn verulega pínlegur. Skoðun 30. mars 2022 18:00
Verndum Hraun vestan Straumsvíkur Ég legg til að Hafnarfjarðarbær láti friðlýsa Hraun í Almenningi vestan og sunnan Straumsvíkur. Bærinn getur ekki gert það einn heldur í samvinnu við Umhverfisstofnun, landeigendur og mögulega sveitarfélaginu Vogum ef áhugi er fyrir hendi þar á bæ. Skoðun 30. mars 2022 14:30
Lágt útsvar hækkar ráðstöfunartekjur heimilanna Ársreikningur Garðabæjar vegna ársins 2021 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 17. mars sl. Rekstrarniðurstaða ársins var góð, einkum þegar horft er til víðtækra efnahagslegra áhrifa Covid-19 heimsfaraldursins á þjóðfélagið okkar undanfarin tvö ár. Skoðun 30. mars 2022 08:31
Bless skaflar - halló vistvænni samgöngur Það er lítill söknuður að löngu gránuðum snjósköflunum og flughálum stéttunum. Auðar stéttir og elsku sólin eru ánægjuleg sjón eftir þungan vetur. Börn á leið í skólann, foreldrar með barnavagna, eldri borgarar í heilsubótargöngu og öll hin sem ganga, taka almenningssamgöngur eða hjóla geta nú gert það að vild. Skoðun 30. mars 2022 08:01
Vill að einhver annar stofni Lestarflokkinn Jón Gnarr segist ekki hafa í hyggju að stofna nýtt framboð undir nafinu Lestarflokkurinn, þrátt fyrir að hafa notað myllumerkið #Lestarflokkurinn á Twitter í gríð og erg að undanförnu. Innlent 29. mars 2022 21:07
Forseti bæjarstjórnar segir sig úr Framsóknarflokknum Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Innlent 29. mars 2022 16:31
Um hænsaeldi í loftbelgjum Í sveitarfélagi nokkru stendur til að setja upp 39 staðbundna loftbelgi af stærstu gerð, alvöru zeppelinför. Tilgangurinn með uppsetningunni er að rækta hænsni á prikum inni í þeim. Lífmassi fiðurfésins er allt að 10.000 tonn og verða tekjur fyrirtækisins sem stendur fyrir framtakinu umtalsverðar enda er fast sótt á leyfisveitingar á landsvísu. Skoðun 29. mars 2022 15:01
Íbúalýðræði og stórlaxar á Austurlandi Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Skoðun 29. mars 2022 14:01
Gylfi leiðir Í-listann og Arna Lára er bæjarstjóraefni Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, mun leiða lista Í-listans á Ísafirði vegna komandi sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. maí. Arna Lára Jónsdóttir, sem skipar fimmta sæti listans, er hins vegar bæjarstjóraefni listans. Innlent 29. mars 2022 13:30
Grænar almenningssamgöngur Eitt af stefnumálum Framsóknar í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar þann 14. maí næstkomandi er að bæta samgöngur í bæjarfélaginu. Bærinn hefur stækkað ört á síðustu misserum, íbúum fjölgað og fjarlægðir á milli ystu svæða hafa lengst. Skoðun 29. mars 2022 13:30
Bjarney leiðir lista Samfylkingar og Viðreisnar í Borgarbyggð Bjarney Bjarnadóttir, grunnskólakennari og meistaranemi í forystu- og stjórnun, mun leiða framboðslista Samfylkingarinnar og Viðreisnar í komandi sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara þann 14. maí næstkomandi. Innlent 29. mars 2022 09:56
Frían mat í grunnskóla Kópavogs Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Skoðun 29. mars 2022 07:31
Lovísa leiðir lista Viðreisnar í Mosfellsbæ Lovísa Jónsdóttir, hugverkalögfræðingur og varabæjarfulltrúi, mun leiða lista Viðreisnar í Mosfellsbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum sem fram fara 14. maí næstkomandi. Innlent 28. mars 2022 13:06
Er sanngjarnt að þingmenn og ráðherrar slái sig til riddara á kostnað sveitarfélaga? Þann 11. júní 2021 samþykkti Alþingi lagasetningu á grunni fjögurra frumvarpa þáverandi félags- og barnamálaráðherra sem tengjast málefnum barna og að auki þingsályktun um Barnvænt Ísland. Skoðun 28. mars 2022 12:00
Jón Ingi leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi mun leiða lista Viðreisnar í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí. Framboðslisti flokksins var samþykkur á félagsfundi í gærkvöldi. Innlent 28. mars 2022 11:10
Virkt lýðræði og áhrif íbúa Við í Viðreisn viljum miklu meira samtal við íbúa og auka lýðræðislega þátttöku í ákvörðunum. Sérstaklega þeim sem snúa að nærumhverfinu. Við viljum ganga lengra en núverandi lýðræðisstefna og tryggja virkt samráð við ákvarðanatöku á einstaka verkefnum og framkvæmdum. Skoðun 28. mars 2022 08:01
Sveitarfélögin eiga að vera jöfnunartæki Velferðarsjóður barna á Íslandi hélt málþing tileinkað minningu Valgerðar Ólafsdóttur s.l. laugardag. Yfirskriftin var spurningin “Höfum við efni á barnafátækt”. Hið augljósa svar við henni er: Nei. Skoðun 28. mars 2022 07:30
Listi VG á Akureyri samþykktur Framboðslisti Vinstri grænna á Akureyri, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, var samþykktur á félagsfundi í bænum í dag. Varabæjarfulltrúinn Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir leiðir listann, en áður hafði farið fram bindandi forval um efstu sex sæti listans. Innlent 27. mars 2022 19:08
Hlúum að vöggu skíðaíþróttarinnar! Það vekur oft furðu útlendinga hversu stutt saga skíðanotkunar er á Íslandi. Á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu hafa um aldir rennt sér allra sinna ferða á skíðum voru slík farartæki sjaldséð á Íslandi og notkun þeirra lengst af nær einvörðungu á Norðurlandi. Sunnan heiða þekkti fólk skíði vart nema af afspurn og úr fornsögum. Skoðun 27. mars 2022 15:00
Þvertaka fyrir að hafa reynt að stöðva framboð Jóhannesar Miðflokkurinn ákvað að aflýsa félagaprófkjöri á lista frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík í gær. Jóhannes Loftsson, sem hugðist bjóða sig fram fyrir flokkinn, fullyrðir að lög hafi verið brotin með niðurfellingu félagaprófkjörsins. Stjórn flokksins vísar því alfarið á bug. Innlent 27. mars 2022 12:23
Eyþór nýr oddviti í Vestmannaeyjum Eyþór Harðarson er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum eftir prófkjör flokksins þar í dag. Hann hlaut 597 atkvæði í 1. sætið, eða 67,2 prósent atkvæða. Innlent 26. mars 2022 23:34
Handboltakempan Heimir leiðir Sjálfstæðisflokkinn á Akureyri Heimir Örn Árnason, deildarstjóri í Naustaskóla og handboltaþjálfari, er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Innlent 26. mars 2022 22:10
Ekkert að gerast í nýjasta hverfi borgarinnar: Vill bakarí, lágvöruverslun, ísbúð, pítsustað, bar og kaffihús Íbúa á Hlíðarenda í Reykjavík er farið að lengja eftir verslun og þjónustu í hverfið sitt. Þúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði standa auðir. Innlent 26. mars 2022 15:10
Miðflokkurinn hættir við félagaprófkjör í Reykjavík Miðflokkurinn hefur ákveðið að aflýsa félagaprófkjöri til sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík. Prófkjörið átti að fara fram í dag en ákveðið var að aflýsa því að loknum fundi í gærkvöldi. Innlent 26. mars 2022 14:29
Hjálmar Hallgrímsson leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík Hjálmar Hallgrímsson mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor sem fara fram 14. maí næstkomandi. Birgitta H. Ramsey Káradóttir skipar annað sætið og Irmy Rós Þorsteinsdóttir það þriðja. Innlent 26. mars 2022 13:44
Framboðslisti Miðflokksins í Mosfellsbæ Miðflokkurinn í Mosfellsbæ hefur birt framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninga í maí. Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri og núverandi bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ leiðir listann. Innlent 26. mars 2022 09:26
Guðveig Eyglóardóttir leiðir Framsókn í Borgarbyggð Guðveig Eyglóardóttir sveitarstjórnarfulltrúi leiðir framboðslista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð þriðja kjörtímabilið í röð. Annað sæti á listanum skipar Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi og framkvæmdastjóri og Eðvarð Ólafur Traustason flugtjóri og atvinnurekandi situr í þriðja sæti. Innlent 26. mars 2022 08:58
Sigurður Torfi leiðir lista VG í Árborg Sigurður Torfi Sigurðsson ráðunautur leiðir lista Vinstri grænna í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí. Listinn var samþykktur á félagsfundi VG í Árborg í gærkvöld. Innlent 25. mars 2022 10:03
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent