Íbúalýðræði og stórlaxar á Austurlandi Pétur Heimisson skrifar 29. mars 2022 14:01 Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Íbúar hafa kallað eftir upplýsingum og sveitarstjórn Múlaþings beindi því til forsvarsmanna fiskeldisins að kynna áform sín með því kröftuga orðalagi; „...um leið og aðstæður leyfa...“. ....og loks leyfðu aðstæður Þann 3. mars sl. hélt laxeldisfólk upplýsingafund, 7 árum frá upphafi eldisáformanna og nær 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn bað um slíkan fund. Jens Garðar forsvarsmaður eldisins opnaði fundinn, íklæddur tveimur sloppum, var í senn fundarstjóri, forsvarsmaður og aðalkynnir laxeldisins. Gefur það tilefni til að tala um fleiri fiska hála, en ála? Hann sagði laxeldisfólk vilja hefja eldið í Seyðisfirði í samfélagslegri sátt, en í hvorum sloppnum hann var þá sá ég ekki. Um kynninguna má segja að fagurt galaði fuglinn sá og framsögumenn gerðu sitt besta til að segja þann hluta sannleikans sem þeir sjá og aðhyllast. Tveimur vikum síðar birti Austrfrétt þessa tilvitnun í Jens Garðar; „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi“. Boðlegt? Óboðlegt af mörgum ástæðum Sjókvíaeldi er þegar í fjörðum eystra en eldismenn vilja meira, mikið meira. Um fullvinnslu afurðar er ekki rætt, andstætt því sem almennt gerist við verðmætasköpun í dag. Andstæðingar eldis í opnum sjókvíum telja það óboðlega aðferð við matvælaframleiðslu og styðja m.a. með myndum af sjúkum og sárum laxi úr slíku eldi. Norsk laxeldissaga vitnar um að eldi í opnum sjókvíum drepur hluta lífs á botni, ógnar villtum laxi í vissum mæli og hugsanlega líka rækjumiðum. Að hefja fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði tel ég ekki boðlegan valkost í dag þegar við vitum að markmið um hagsæld og um verndun lífríkis eru ekki andstæð, heldur fara saman. Ég hef á líðandi kjörtímabili unnið gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og andstöðu Seyðfirðinga, andstöðu sem Skiplagsstofnun telur jafnvel þá mestu við slíkt eldi sem þekkist. Náttúruvernd hefst í heimabyggð og þar á að iðka íbúalýðræði árið 2022. Veldur hver á heldur. Höfundur er heimilislæknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningarnar 14.05.2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Múlaþing Vinstri græn Fiskeldi Pétur Heimisson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Heil 55% Seyðfirðinga mótmæltu áformum um laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. Sumir kjörnir fulltrúar Múlaþings tjáðu auðmýkt sína gagnvart þeirri virku lýðræðistilraun með því að véfengja að undirritendur væru allir Seyðfirðingar og svo langt var gengið að vara við því að hlusta á mótmælendur, fyrrnefndan hreinan meirihluta, umfram hina. Íbúar hafa kallað eftir upplýsingum og sveitarstjórn Múlaþings beindi því til forsvarsmanna fiskeldisins að kynna áform sín með því kröftuga orðalagi; „...um leið og aðstæður leyfa...“. ....og loks leyfðu aðstæður Þann 3. mars sl. hélt laxeldisfólk upplýsingafund, 7 árum frá upphafi eldisáformanna og nær 10 mánuðum eftir að sveitarstjórn bað um slíkan fund. Jens Garðar forsvarsmaður eldisins opnaði fundinn, íklæddur tveimur sloppum, var í senn fundarstjóri, forsvarsmaður og aðalkynnir laxeldisins. Gefur það tilefni til að tala um fleiri fiska hála, en ála? Hann sagði laxeldisfólk vilja hefja eldið í Seyðisfirði í samfélagslegri sátt, en í hvorum sloppnum hann var þá sá ég ekki. Um kynninguna má segja að fagurt galaði fuglinn sá og framsögumenn gerðu sitt besta til að segja þann hluta sannleikans sem þeir sjá og aðhyllast. Tveimur vikum síðar birti Austrfrétt þessa tilvitnun í Jens Garðar; „Ég hef nú reyndar trú á að okkur takist að skapa víðtæka sátt um uppbyggingu fiskeldis á Seyðisfirði en ef það fer á versta veg þá gæti það haft auðvitað áhrif á uppbyggingaráform okkar á Djúpavogi“. Boðlegt? Óboðlegt af mörgum ástæðum Sjókvíaeldi er þegar í fjörðum eystra en eldismenn vilja meira, mikið meira. Um fullvinnslu afurðar er ekki rætt, andstætt því sem almennt gerist við verðmætasköpun í dag. Andstæðingar eldis í opnum sjókvíum telja það óboðlega aðferð við matvælaframleiðslu og styðja m.a. með myndum af sjúkum og sárum laxi úr slíku eldi. Norsk laxeldissaga vitnar um að eldi í opnum sjókvíum drepur hluta lífs á botni, ógnar villtum laxi í vissum mæli og hugsanlega líka rækjumiðum. Að hefja fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði tel ég ekki boðlegan valkost í dag þegar við vitum að markmið um hagsæld og um verndun lífríkis eru ekki andstæð, heldur fara saman. Ég hef á líðandi kjörtímabili unnið gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði, bæði vegna náttúruverndarsjónarmiða og andstöðu Seyðfirðinga, andstöðu sem Skiplagsstofnun telur jafnvel þá mestu við slíkt eldi sem þekkist. Náttúruvernd hefst í heimabyggð og þar á að iðka íbúalýðræði árið 2022. Veldur hver á heldur. Höfundur er heimilislæknir, fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi fyrir kosningarnar 14.05.2022.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun