Má hugmyndafræði borgarstjórnar kosta hvað sem er? Helgi Áss Grétarsson skrifar 31. mars 2022 08:00 Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umbúðir, en ekki innihald, er að mínu mati sanngjörn lýsing á störfum núverandi meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur. Glærusýningar eru haldnar, borðar eru klipptir, hátimbruð orðræða viðhöfð og fallegar hugsjónir settar fram í fjölmiðlum. Minna fer fyrir framkvæmdinni og stjórnkerfið, sem núverandi borgarstjórn hefur skapað, þvælist fyrir og gerir almenningi og fyrirtækjum erfitt um vik. Stærsti vandinn við stjórn sveitarfélagsins er að kreddurnar og stjórnarhættir sem ráða för draga úr áhuga kjörinna fulltrúa og starfsmanna borgarinnar á að leysa áþreifanleg viðfangsefni á hagkvæman hátt. Af þessu leiðir að verkefni eru jafnan ekki hugsuð til enda. Hér verða tvö dæmi nefnd um slík verkefni. Stafræna umbreytingin og snjómoksturinn Á yfirstandandi kjörtímabili samþykkti borgarstjórn verkefni um stafræna umbreytingu og rafvæðingu ferla Reykjavíkurborgar sem áætlað er að kosti kr. 10,3 milljarða. Samkvæmt frétt á mbl.is 14. september sl. hafði borgin á árinu 2021 ráðið 40 sérfræðinga til starfa vegna þessa og áformað var að ráða 20 í viðbót vegna þessa verkefnis. Þrátt fyrir þessa fjárfestingu og nýjan mannskap gat almenningur vart náð sambandi við Reykjavíkurborg fyrir skömmu til að láta vita af lélegum snjómokstri. Þess í stað birtist almenningi skilaboð á heimasíðu borgarinnar þar sem sagt var að snjómokstur væri í fullum gangi og engin ástæða væri til að hafa samband – mikið álag væri á símalínum. Stafræna umbreyting er sem sagt ekki komin lengra en þetta. Það besta sem hún býður upp á er að forða starfsmönnum Reykjavíkurborgar frá því að fá símtöl frá skattborgurunum sem vilja fá grunnþjónustu. Smáhýsin dýru Í upphafi þessa kjörtímabils töldu forsvarsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar það snjallræði að festa kaup á 20 smáhýsum. Markmið kaupanna var að útvega heimilislausum tímabundið húsnæði. Smíði húsanna fór fram á svæði verktaka í Kraká í Póllandi og voru þau flutt samsett til landsins. Svo sem reikna hefði mátt með frá upphafi var það flókið verkefni að koma þessum smáhýsum fyrir. Sem dæmi hefur andstaða nágranna verið mikil við að smáhýsunum sé komið fyrir nálægt þeirra íbúabyggð. Um tveggja ára skeið hafa tíu smáhýsi verið geymd fyrir allra augum í Skerjafirði og fimm til viðbótar hafa ekki komist í gagnið. Á hinn bóginn hafa alls 5 smáhýsum verið komið fyrir í Gufunesi en samkvæmt svari innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar, dags. 28. apríl 2021, var kostnaður við að koma hverju smáhýsi upp í Gufunesi yfir 33 milljónir. Það þýðir að fermetraverð hvers smáhýsis var yfir eina milljón króna. Það verður að teljast dýrt. Þess til viðbótar hefur rekstur smáhýsanna í Gufunesi reynst brösóttur. Fólk og fyrirtæki kalla á skilvirkni og koma hlutum í framkvæmd Rekstur sveitarfélags á að vera skýr og einfaldur. Þjónusta á borgaranna þannig að að grunnþörfum þeirra sé mætt. Leysa á með skilvirkum hætti raunveruleg vandamál venjulegs fólks og fyrirtækja. Kjörnir fulltrúar sveitarstjórna eiga að axla ábyrgð á framkvæmd verkefna, en ekki fela sig á bak við her embættismanna þegar í óefni er komið. Stjórnmál eiga nefnilega að snúast um efnið, koma hagnýtum hlutum í verk sem auðvelda líf hins venjulega borgara. Hugmyndafræði ein og sér bætir ekki líf fólks. Breyta þarf um kúrs við stjórn Reykjavíkurborgar og það er hægt með öflugum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum í vor. Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun