Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Keflvíkingar upp að hlið granna sinna

    Karlalið Keflavíkur sigraði Hamar/Selfoss í leik kvöldsins í Iceland Express-deildinni í körfubolta í Keflavík í kvöld 88-77. Keflvíkingar eru með sigrinum komnir með 20 stig á toppi deildarinnar eins og grannar þeirra í Njarðvík, en Hamar/Selfoss er sem fyrr í 10. sætinu með 6 stig eftir 12 umferðir.

    Sport
    Fréttamynd

    KR mætir Keflavík

    Í dag var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í karla- og kvennaflokki. Stórleikurinn í karlaflokki er án efa viðureign KR og Keflavíkur, en leikirnir fara fram dagana 21. og 22. janúar næstkomandi.

    Sport
    Fréttamynd

    Mikill karakter hjá KR

    Leikmenn KR sýndu mikinn karakter með því að ná framlengingu og að lokum sigri gegn Fjölni á heimavelli sínum í Iceland-Express deildinni í gær eftir að hafa verið 14 stigum undir þegar 4. leikhluti var hálfnaður.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvík og Grindavík töpuðu

    Það urðu heldur betur óvænt úrslit í úrvalsdeild karla í kvöld þegar heil umferð var leikin. Efsta lið deildarinnar, Njarðvík, þurfti að sætta sig við tap í Borgarnesi gegn frísku liði Skallagríms 96-78. Þá lágu grannar þeirra í Grindavík mjög óvænt fyrir botnliði Hauka í Hafnarfirði, 98-82.

    Sport
    Fréttamynd

    Heil umferð í kvöld

    Sex leikir eru á dagskrá í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Skallagrímur tekur á móti toppliði Njarðvíkur, Hamar/Selfoss mætir Snæfelli, botnlið Hauka fær Grindvíkinga í heimsókn, Þór mætir Hetti, Keflavík tekur á móti ÍR og KR fær Fjölni í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

    Sport
    Fréttamynd

    Moye fær þriggja leikja bann

    Bandaríkjamaðurinn A.J. Moye hjá Keflavík var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann í úvalsdeild karla í körfubolta fyrir að gefa landa sínum Jeb Ivey ljótt olnbogaskot í viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur þann 30. desember sl.

    Sport
    Fréttamynd

    Bojovic hættur að þjálfa Hauka

    Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur slitið samstarfi sínu við þjálfara karlaliðsins Predrag Bojovic og við starfi hans tekur Ágúst Björgvinsson, sem þjálfað hefur kvennalið félagsins með mjög góðum árangri undanfarið. Hann mun þó ekki hætta afskiptum sínum af stúlknaliðinu, en aðstoðarmaður hans Yngvi Gunnlaugsson mun væntanlega fá stærra hlutverk á þeim bænum í kjölfarið.

    Sport
    Fréttamynd

    Guðjón Skúlason snýr aftur með Keflavík

    Það kom mörgum í opna skjöldu þegar þeir sáu leikmannahóp Keflvíkinga í leiknum við Njarðvík í kvöld að gamla kempan Guðjón Skúlason var mættur aftur á bekkinn hjá Keflvíkingum. Ekki nóg með það heldur var hann aftur kominn með sitt gamla númer, sem er númer tólf, og Arnar Freyr Jónsson var þess í stað kominn í treyju númer fimm.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvík burstaði Keflavík

    Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið burstaði granna sína Keflvíkinga 108-84 í Njarðvík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og höfðu ágæta forystu eftir fyrsta leikhlutann, en eftir það tóku heimamenn við sér og skutu granna sína í kaf.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Hattar í úrvalsdeild

    Höttur frá Egilsstöðum vann í kvöld sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur þegar liðið skellti Haukum 85-76 í Hafnarfirði. KR-ingar lögðu Grindvíkinga í fjörugum og spennandi leik 82-81. Hamar/Selfoss tapaði fyrir ÍR 95-72, Skallagrímur sigraði Fjölni 99-81 og loks bar Snæfell sigurorð af Þór á Akureyri 74-72.

    Sport
    Fréttamynd

    Fimm leikir í kvöld

    Í kvöld fara fram fimm leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta og hefjast þeir allir klukkan 19:15. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum.

    Sport
    Fréttamynd

    Grindavík lagði Skallagrím

    Grindvíkingar lögðu Skallagrím á heimavelli sínum í Grindavík í dag 92-89. Bandaríkjamaðurinn Jeremiah Johnson var stigahæstur í liði heimamanna með 30 stig, en Jovan Zdravevski skoraði 23 stig fyrir gestina. Þetta var því góður dagur í Grindavík, því fyrr um daginn vann kvennaliðið góðan sigur á grönnum sínum úr Keflavík.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvík lagði Fjölni

    Njarðvíkingar lögðu Fjölni í Grafarvogi í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld í fjörugum og skemmtilegum leik 90-77. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkur með 30 stig, þar af 23 í fyrri hálfleik, Friðrik Stefánsson skoraði 26 stig og Brenton Birmingham var með 20. Nemanja Sovic skoraði mest hjá Fjölni, 27 stig og Fred Hooks bætti við 22 stigum.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsta tap Njarðvíkinga

    Njarðvíkingar töpuðu fyrsta leik sínum í úrvalsdeild karla í vetur þegar liðið lá á heimavelli fyrir grönnum sínum úr Grindavík 105-106. Keflvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni í Grafarvogi 97-93, ÍR lagði Hauka 77-75, Hamar/Selfoss lagði Þór 89-88, KR sigraði Snæfell 74-70 og Skallagrímur burstaði Hött 110-77.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Hauka

    Haukar unnu sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið sigraði Hamar/Selfoss á útivelli 92-87. Njarðvíkingar eru enn ósigraðir eftir að þeir völtuðu yfir Hött fyrir austan 102-66 og Keflvíkingar halda enn pressu á granna sína með auðveldum sigri gegn Þór 83-61. KR skellti ÍR 84-75 og Grindavík lagði Fjölni 98-83. Loks vann Snæfell granna sína í Skallagrími 75-74 í hörkuleik.

    Sport
    Fréttamynd

    Kristleifur tekur við Hetti

    Í dag var tilkynnt að Kristleifur Andrésson hefði verið ráðinn aðalþjálfari úrvalsdeildarliðs Hattar, en hann hefur séð um þjálfun liðsins síðan Kirk Baker sagði starfi sínu lausu á dögunum. Kristleifur er öllum hnútum kunnugur hjá Hetti, enda þjálfaði hann liðið veturinn 2003-04.

    Sport
    Fréttamynd

    Enn vinna Njarðvíkingar

    Fimm leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar halda efsta sætinu í deildinni eftir sigur á Snæfelli 103-78 í kvöld og því hefur liðið unnið sjö fyrstu leiki sína. Þá unnu Keflvíkingar góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 108-101.

    Sport
    Fréttamynd

    Þór sigraði KR

    Þórsarar unnu góðan sigur á KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta karla í kvöld 62-57, en leiknum hafði áður verið frestað vegna leka í þaki íþróttahússins fyrir norðan.

    Sport
    Fréttamynd

    Þór tekur á móti KR á Akureyri

    Leikur Þórs og KR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, sem fara átti fram um helgina, verður á dagskrá klukkan 19:15 í kvöld. Fresta þurfti leiknum vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri, en nú hefur það verið lagað og því getur leikurinn farið fram í kvöld.

    Sport
    Fréttamynd

    Aftur frestun vegna leka

    Ekkert varð af leik Þórs og KR í Iceland-Express deildinni í körfubolta sem átti að fara fram í gærkvöld vegna leka á þaki íþróttahallarinnar á Akureyri. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem að fresta þarf leik norðan heiða vegna leka í íþróttahúsi en í síðustu viku fóru leikmenn Keflavíkur í fýluferð til Egilsstaða þar sem leikurinn gat ekki farið fram vegna vatnlags á gólfi íþróttahússins.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvík með fullt hús stiga

    Fimm leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga eftir 6 leiki með 11 stiga útisigri á ÍR, 70-81. Í Stykkishólmi fóru heimamenn í Snæfelli hamförum og völtuðu yfir Fjölni með 36 stiga sigri, 130-94. Í Hverargerði steinlágu heimamenn í Hamri/Selfossi fyrir Skallagrími, 75-109 og í Grindavík unnu heimamenn 108-70 sigur á Hetti.

    Sport
    Fréttamynd

    Leik Þórs og KR frestað vegna leka

    Leik Þórs Akureyri og KR sem fram átti að fara í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta hefur verið frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Akureyri. Leikurinn hefur verið settur á á þriðjudagskvöldið 15. nóvember nk. kl. 19:15. Fimm leikir eru á dagskrá deildarinnar í kvöld og hefjast þeir allir kl. 19:15.

    Sport
    Fréttamynd

    Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss

    Fimm leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvíkingar völtuðu yfir Hamar/Selfoss 108-68, Fjölnir sigraði ÍR 98-74, Skallagrímur vann Þór 91-65, Grindavík vann Snæfell 95-90 og KR sigraði Hauka 99-80. Leik Hattar og Keflavíkur var frestað vegna leka í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

    Sport
    Fréttamynd

    Fyrsta tap Grindvíkinga

    Nokkrir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og þá var einn leikur í kvennaflokki, þar sem Haukastúlkur skelltu Íslandsmeisturum Keflavíkur í Hafnarfirði, 66-48.

    Sport
    Fréttamynd

    Heil umferð í kvöld

    Heil umferð er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir leikirnir klukkan 19.15. Þrjú lið eru taplaus fyrir leiki kvöldsins, topplið Grindavíkur sem heimsækir ÍR, Njarðvík í 2. sæti sem heimsækir Þór á Akureyri og Keflavík í 3. sæti sem tekur á móti KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Suðurnesjaliðin taplaus

    Grindavík og Njarðvík eru enn taplaus eftir leiki kvöldsins í Iceland Express-deild karla. Grindavík valtaði yfir Hamar/Selfoss 114-84 og Njarðvík vann nauman sigur á Haukum í Njarðvík 78-74.

    Sport
    Fréttamynd

    Fimm leikir í kvöld

    Þriðja umferðin í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst í kvöld með fimm leikjum. Grindavík og Hamar/Selfoss mætast í Grindavík, en bæði þessi lið hafa unnið báða leiki sína í deildinni. Njarðvíkingar eru einnig taplausir, en þeir taka á móti Haukum á heimavelli sínum.

    Sport