Ágúst Þór Gylfason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis í stað Kristófers Sigurgeirssonar sem var á dögunum ráðinn þjálfari Reynis í Sandgerði.
Þetta stðafesti Einar Hermannsson hjá meistaraflokksráði Fjölnis í samtali við Fótbolta.net.
Ágúst lék með Fjölni í sumar og lagði skóna á hilluna eftir tímabilið. Hann kom til Fjölnis frá KR fyrir síðasta tímabil en hann hefur einnig leikið með Fram, Val, Brann í Noregi og Solothurn í Sviss.