Skallagrímsmenn hafa fengið liðsstyrk í úrvalsdeildinni í körfubolta. Liðið hefur náð samningi við bakvörðinn Miroslav Andonov. Sá er 25 ára gamall bakvörður með króatískt vegabréf og er væntanlegur hingað til lands á föstudag eða laugardag.
Hafsteinn Þórisson formaður kkd Skallagríms sagði í samtali við Vísi að verið væri að reyna að koma leikmanninum hingað til lands á morgun svo hann gæti hugsanlega spilað með liðinu gegn Tindastól á föstudagskvöldið.